Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 151
415íslendingar á jótlandsheiðar?
Carl Pontoppidan var ungur maður, knappt fertugur, en hafði
mikla reynslu af fiskútflutningi suður um Evrópu, bæði skreið og
saltfiski, og vissi allt sem hægt var að vita um fisk sem verslunar-
vöru, markaðslönd hans og upprunalönd. Hann lagði nú fyrir
Rentukammerið nákvæma skýrslu um Nýfundnaland,10 efnahags-
líf þess og mannabyggð, sem hann taldi athyglisverða fyrirmynd
fyrir Ísland. Þar höfðu Englendingar ráðið ríkjum, óumdeilt síðustu
75 árin (nema hvað Frakkar nutu hefðbundinna fiskveiðiréttinda
við hluta strandlengjunnar), og kappkostað að nýta landið til þorsk-
veiða. En ekki með því að efla þar fasta búsetu, heldur með vertíðar-
útgerð frá Vestur-Englandi. Þaðan komu kaupmenn á vorin með
skip sín og mannskap, stunduðu veiðar bæði á seglskipum (eins og
Danir voru líka farnir að gera við Ísland) og á árabátum með
ströndum fram, söltuðu aflann og þurrkuðu sem mest í landi, og
fóru svo heim með úthaldið í vertíðarlok. Þeir skildu kannski eftir
nokkra vetrarmenn að gæta báta og verbúða (á Nýfundnalands-
skipin voru oft ráðnir aukamenn sem áttu að vinna tvö sumur og
veturinn á milli). Nú kom það reyndar fyrir að vertíðarfólk, sem
felldi hugi saman, kæmi sér undan því að sigla heim að ráðningar-
tíma sínum loknum, heldur settist að í sjálfsmennsku á bestu út-
gerðarstöðunum. En slík búseta var talin varhugaverð, enda hafði
það sannast fyrir fáum árum, þegar kaupsigling brást til Nýfundna-
lands vegna ófriðar sem leiddi skelfilega hungursneyð yfir þessa
óvelkomnu byggð þótt fámenn væri.
Nú var reynslan að leiða í ljós, virtist Pontoppidan, að föst búseta
á Íslandi var síst affarasælli en á Nýfundnalandi. Fyrir Dani var heldur
ekkert upp úr Íslandi að hafa nema fisk. Skattar landsmanna og afgjöld
konungsjarða stóðu varla undir stjórnsýslukostnaði, Ísland sendi
enga dáta í danska herinn og þaðan fengust örsjaldan sjóliðar á her-
skipin. Íslandsverslun hafði áður þótt ábatasöm en í seinni tíð feng-
ust kaupmenn ekki til að reka hana og afkoma konungsverslunar valt
skírnir
10 Samanburður á Íslandi og Nýfundnalandi er ekkert nýmæli, a.m.k. ekki hjá þeim
sem fjalla um saltfiskverkun og fiskmarkaði, eins og t.d. Sigfús Jónsson (1994) og
Gísli Gunnarsson. Heimildir mínar um sögu Nýfundnalands eru: Rowe (1980),
A History of Newfoundland and Labrador, 4.–12. kafli; og Conrad og Hiller
(2001), Atlantic Canada, 6. og 7. kafli.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 415