Skírnir - 01.09.2017, Page 203
467gesturinn, hjörðin og gvuðið…
Frásagnaraðferð og form textans í þriðju bók er andóf í sjálfu
sér þar sem mörkin milli þess skiljanlega/óskiljanlega, innra/ytra
eru afmáð. „Með því að innleiða ímyndunaraflið, listina, draumór-
ana og goðsögnina inn í hina röklegu gagnrýni á ný“ er sýnt fram á
„hvernig sú röklega yfirsýn sem heimsmynd nútímans streitist við
að ná er í raun blinda: Horft er markvisst fram hjá þeim svæðum
þar sem ímyndunaraflið og draumarnir hafa leitað sér skjóls“ (Bene-
dikt Hjartarson 2002: 91). Að vissu leyti má sjá fyrir sér hliðstæðu
milli þess merkingarlega hruns sem fékk dadaista og súrrealista til
þess að leita nýrra tjáningarleiða eftir heimsstyrjöldina fyrri og
þeirra tíma þegar Bergsveinn skrifar sögu sína. Við íslenska efna-
hagshrunið sem átti sér stað samtímis útgáfu bókarinnar varð hinn
kunnuglegi heimur skyndilega óþekkjanlegur og það er verkefni
listamanna að brúa bilið milli hins gamla og nýja. Stíll, efni og
aðferð leggjast á eitt til þess að breyta hugsunarhætti lesanda í krísu
því súrrealisminn er listræn og/eða andleg byltingartilraun sem ein-
kennist af samþættingu „pólitískrar hugmyndafræði við aðra strauma
í fagurfræðilegri umræðu samtímans, einkum kenningar á sviði líf-
hyggju dulspeki, sálgreiningar og heimspekilegrar andrökhyggju“
(Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl. 2001: 17). Þetta
verður svo megineinkenni þriðja hluta, þar sem fornsagnaarfurinn
er nýttur á svipaðan hátt því
… tvískiptingu heimssýnar skortir í fornaldarsögunum og þar er engin
greinarmunur gerður á því raunverulega og óraunverulega. Það eru engin
mörk milli Okkar Heims og Hins, heldur eru þau kvik og þróast í
meðförum textans: niðurstaðan er eðlislægur samruni tveggja (eða fleiri)
heima því litið er á Hinn Heiminn sem raunverulegan stað sem má ferðast
til, með mærum sem hægt er að stíga yfir, loka, opna og viðhalda. (Leslie
2009: 134)
Í þessari aðferð birtist sú andklassíska listsýn sem fornmenn deildu
með súrrealistum og Bergsveinn nýtir sér. Hún kemur saman í per-
sónu Óðins sem var í senn æðsta valdið sem landsmenn eitt sinn
þekktu, skáld og sjáandi.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 467