Skírnir - 01.09.2017, Page 86
Þannig hefst löng þula hjá skáldinu og segja má að þetta sé tilbrigði
við stef, því að upphafslínurnar tvær eru fengnar að láni hjá Jónasi
Hallgrímssyni (Gröndal notaði sama stef í öðru kvæði sínu, „Rökk-
ursælu“).10 Hann birti þuluna úr bréfinu til Sigríðar í endurskoðaðri
mynd í Kvæðabók sinni og kallaði „Rímblað til SE. (M.). 20. Maí
1858“ (Benedikt Gröndal 1900: 314–320, sbr. Benedikt Gröndal
1948: 117–121). Síðar í þulunni eða rímblaðinu kvartar Gröndal eins
og sár unnusti yfir því að Sigríður svari sér ekki:
Ef að jeg fengi frá þér blað,
færi jeg allteins vel með það
og það unnustu flýgi frá,
jeg feldi það mínu brjósti á. (Benedikt Gröndal 1974: 178)
Bréfinu lýkur svo í lausu máli, með hefðbundnum kveðjum til ýmissa
sameiginlegra kunningja þeirra og til eiginmanns Sigríðar, Eiríks.
Gröndal skrifaði langt og merkilegt bréf til Sigríðar í Louvain
(Löwen) í Belgíu í apríl 1859.11 Hann dvaldi þar með frænda sínum,
Ólafi Gunnlaugssyni, sem var við nám í kaþólska háskólanum. Í miðju
bréfinu hættir hann að skrifa prósa og yrkir mikið kvæði til hennar sem
gengur undir nafninu „Gaman og alvara“.12 Kaflar úr þessu kvæði
hafa orðið þekktir og það lýsir vel rómantískum sveiflum, allt frá
hátíðleika og upphöfnum stíl yfir í andstæðu hans, eins og hér má sjá:
Um undrageim í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ,
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ.
350 sveinn yngvi egilsson skírnir
10 Í neðanmálsgrein við kvæðið „Rökkursæla“ segir Gröndal: „Þessi vísuorð hefur
Jónas Hallgrímsson gert út af einu kvæði í ,Elverhöj’ — hann sagði þetta einu-
sinni munnlega, og ekki meira. Gunnlaugur Þórðarson sagði mér, mig minnir
hann heyrði sjálfur Jónas segja það“ (Benedikt Gröndal 1900: 121).
11 Lbs. 2395 4to. Bréfið (sá hluti þess sem er í lausu máli) er prentað í Benedikt
Gröndal 1954: 55–61.
12 Kvæðið (ljóðahluti bréfsins) er prentað í Benedikt Gröndal 1948: 122–133.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 350