Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 145
409íslendingar á jótlandsheiðar?
Meira vissu menn ekki í Kaupmannahöfn, nema hvað einhver af
Íslandsförunum sex höfðu orðið frá að hverfa vegna hafíss, þar til
Helleflynderen lagði að landi með Thodal stiftamtmann, Ólaf amt-
mann — og ægilegar fréttir.
Félagskerfi fátæktarinnar
Nú voru Íslendingar ekki óvanir harðindum með fénaðarfelli, og
þá mannfelli líka ef harðindakaflinn stóð lengur en eitt ár eða tvö.8
Þá reyndi á hið íslenska félagskerfi fátæktarinnar, eða samspil sam-
hjálpar og ójafnaðar sem veitti samfélaginu nokkra vörn þegar neyð
bar að höndum.
Fyrst kom samhjálpin til sögunnar. Fjölskyldur, sem misstu bú-
stofn sinn mestan eða allan, flosnuðu upp og áttu þá athvarf á sveit-
inni. Þegar sveitarþyngslin mögnuðust hættu gildari bændur að
bæta á sig ómögum. Fátæklingar, sem höfðu étið upp búfé sitt til
að bægja frá sárasta hungrinu, gerðust þá betlarar, þ.e. förumenn
eða flakkarar á máli samtíðarinnar. Þeir áttu ekki heimtingu á skipu-
legri framfærslu en voru tæplega látnir svelta í hel meðan þeir voru
skírnir
bókar í dönsku stjórnsýslunni, og ekki ljóst frá hverjum þær voru komnar (þótt
giska megi á Levetzow). Ákvörðun um slíkt yrði hvort sem er ekki tekin fyrr en
fréttir bærust um ástandið á Íslandi vorið eftir. Fyrir áhrif Íslendinga, Skúla fóg-
eta, Jóns Eiríkssonar og Þorkels Fjeldsted, var allur undirbúningur við það
miðaður að landið héldist í byggð. Um þetta er fjallað í ritgerð Gísla Ágústs
Gunnlaugssonar, „Viðbrögð stjórnvalda í Kaupmannahöfn við Skaftáreldum“
(1984: 196–201). Gísli vísar til frumheimilda og eldri rannsókna, m.a. eftir Sigfús
Hauk Andrésson, Sigurð Líndal og Aðalgeir Kristjánsson. Hugmyndin um brott-
flutning Íslendinga var vafalaust óraunhæf eins og staðan reyndist vera á Íslandi.
Hér er hins vegar fylgt eftir þeim möguleika að fréttirnar frá Íslandi sumarið 1785
hefðu verið miklu skelfilegri og áformið um þjóðarflutning orðið raunhæft í því
ljósi.
8 Móðuharðindin voru fjórða meiri háttar hungursneyðin á 150 árum. Íslendingum
fækkaði þá um fimmtung á þremur árum. Fækkun fæðinga olli þar nokkru um en
óvenjulegur manndauði langmestu. Hann verður þó ekki allur rakinn til bjargar-
skorts heldur til bólusóttarfaraldurs 1786 og til „landfarsóttar“ af einhverju tagi
árin á undan, sem Guðmundur Hálfdanarson („Mannfall í Móðuharðindum“,
Skaftáreldar (tilv. 1), bls. 139–162) hefur sýnt fram á að stóð a.m.k. ekki í mjög
nánum tengslum við næringarskort. Hungursneyðin út af fyrir sig virðist í mesta
lagi hafa orðið tíunda hluta landsmanna að aldurtila — sem að vísu var ærið en tæp-
lega neitt Íslandsmet.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 409