Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 223
487íslenska eða ís-enska
hátíðar- … og hins vegar síðan: síðdegi og fram á kvöld. Þá verður
þetta t.d.: listadagur, sýningakvöld, menningarhátíð …
VII
Máltilfinningu málstéttanna virðist alls ekki ofboðið við þau nýmæli
sem hér eru nefnd. Gegnsæi í merkingum íslenskra orða virðist vera
á förum. Gegnsæi, tengt undraverðri frjósemi orðanna, hefur jafnan
verið eitt skýrasta sérkenni íslenskunnar. Sem einföld dæmi til
samanburðar við enskuna mætti nefna að göngugata á íslensku er
,,pedestrian area“ á ensku. Annað dæmi gæti verið að á íslensku er
talað um næði og skjól sem hús veitir, húsnæði og húsaskjól, en
enskumælendur tala um ,,accommodation, provision of housing“.
Íslensku orðin liggja í augum uppi en það útheimtir sérþekkingu að
rýna í ensku orðin. Og margir hafa talið þetta gegnsæi sérstakt ágæti
íslenskunnar.
Nú má ekki oftúlka hugtakið ,,gegnsæi í tungumáli“, en það
vísar til orðtengsla og til þess að orðmyndun er lifandi og frjó í
málinu og merkingarkjarni eldra orðs er notaður í nýmyndanir. Í
staðinn kemur úr enskunni í þjóðtunguna af-ályktuð gleymd
merking orðanna eins og tíðkast í ensku og reyndar fleiri erlendum
tungum. Og merkingin ,,frýs“ föst og missir hugmyndatengslin.
Orðin ,,deyja“ og verða eins og ,,dauður“ bókstafur. Dæmi: ,,Meng-
un af flugi hefur aukist þegar fjölgun ferðamanna er annars vegar“.
Annað skemmtilegt dæmi, að tilefni nýrrar útgáfu enskrar orða-
bókar, er þetta: ,,Danska orðið ,,hygge“ hefur verið að sækja í sig
veðrið“. Hér er myndrænt orðalag úr gamalli íslensku notað án
nokkurrar umhugsunar um eiginlega gegnsæja merkingu þess.
Daglega má heyra mörg slík dæmi í hljóðmiðlum. Þýtt er beint
úr ensku og notast við hraða snörun eftir orðabók, án tillits til
eiginlegrar merkingar íslensku orðanna. Fréttamenn segja til dæmis:
,,Þeir vinna hörðum höndum við fótboltaæfingarnar“. Og menn
,,glíma“ við afleiðingar sjúkdóma, enda þótt raunin sé sú að þeir
þjást eða gefast upp fyrir þeim. Menn ,,berjast við alkóhólisma“
þegar þeir þvert á móti láta undan. Og þýðingar enskra orða hafa
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 487