Skírnir - 01.09.2017, Page 208
JÓN SIGURÐSSON
Íslenska eða ís-enska
I
Móðurmálið, þjóðtungan íslenska, lifir og dafnar, breytist og
þrosk ast áfram ef almenningur í landinu vill, svo lengi sem sú af-
staða er almenn og því aðeins að svo sé. Framtíð þjóðtungunnar er
undir þessu komin. Vilji almennings um þetta mótast ekki síst af
fordæmi og fyrirmyndum svokallaðra málstétta. Þær eru sjónvarps-
og útvarpsfólk, blaðamenn, sönglistafólk, kennarar, rithöfundar og
skáld, kennimenn, sviðslistamenn og margir sem gegna forystu á
opinberum vettvangi.
Í því sem hér er ritað verða einkum tekin dæmi úr sjónvarpi,
útvarpi og dagblöðum, úr lesmáli sem hefur verið undirbúið til
flutnings eða útgáfu, frá fyrra hluta árs 2017. Á þetta skrif ber að líta
fremur sem skerf til umræðu en fræðilega úrvinnslu.
Staða íslenskrar tungu um þessar mundir birtist í því að efnt er
til sérstakrar íslenskrar sýningar í Reykjavík á heimilisbúnaði fyrir
almenning og sýningin ber heitið ,,Amazing Home Show“. Annað
dæmi er að æ fleiri nota kveðjuna: ,,Eigðu góðan dag“ eða ,,Hafðu
góðan dag“. Þriðja dæmi er alþingismaður sem hleypur kapp í kinn
og mælir þá af innsta hjartans grunni: ,,Við þurfum fokking tíma.“
Fjórða dæmi er að stofnuð er dagvöruverslun fyrir almenning í
höfuðborginni og hún ber heitið ,,Iceland“. Fimmta dæmi er nýtt
heiti Flugfélags Íslands, ,,Air Iceland Connect“. Sjötta dæmi er þessi
málsgrein, tekin úr dagblaði: ,,Of mikill tími fer í að þjónusta eftir -
litið og því fjarlægist vinnustaðamenningin viðskiptavininn.“ Sjö unda
dæmi er að enska er orðin almennt afgreiðslumál í verslunum og
gisti- og veitingahúsum í höfuðborginni. Áttunda dæmi er nýleg
bók með titlinum ,,Mínimalískur lífsstíll“ sem á hefðbundinni ís -
lensku gæti hljómað: Nægjusemi, eða: Nýtni, eða: Fábrotið líf, eða:
Einfaldir lifnaðarhættir, eða: Sparnaður í lifnaðarháttum. Níunda
Skírnir, 191. ár (haust 2017)
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 472