Skírnir - 01.09.2017, Page 72
Því verður ekki neitað að þessi gagnrýni er veigamikil. Vandinn
er sá að hún setur málin fram með viðlíka afdráttarlausum hætti og
þau sjónarmið sem hún gagnrýnir. Styrkur þjóðernishyggju, ekki
síst í þróuðum nútímasamfélögum, er nátengdur félagslegri, efna-
hagslegri og skipulagslegri umbreytingu þessara samfélaga, ekki síst
aukinni getu ríkisins til að móta samfélagið. Þessi staðreynd, jafn
mikilvæg og hún er, útilokar ekki ólíka þróun þjóðernishyggju og
mismunandi afleiðingar hennar. Það er kannski of djúpt í árinni
tekið að kenna hugmyndum Þjóðverja um þjóðina um allar ógöng-
ur þýsku þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, en það er heldur
engin ástæða til að ætla að slíkar hugmyndir hafi ekki haft sín áhrif.
Gagnrýnin — þótt það sé kannski ekki tilgangur hennar — gerir
einnig lítið úr mikilvægi pólitískra og heimspekilegra deilna um
þjóðina í samtímanum, en deilur um þjóðerni, fjölmenningu og
ríkisborgararétt hafa vaxið á síðustu árum. Það er augljóslega mik-
ill munur á þeim sem leggja áherslu á pólitíska þætti við skilgrein-
ingu á þjóðinni og þeim sem leggja mest upp úr menningu. Þannig
hefur það alltaf verið — ólíkar hefðir og sjónarmið takast hér á.
Í upphafi greinarinnar var vitnað í þau orð Sigurðar Nordals að
„menning þjóðarinnar“ og „gamlir sáttmálar“ væru helstu rökin
fyrir sjálfsforræði íslensku þjóðarinnar. Í fyrstu hafði orðræða
hinna gömlu sáttmála yfirhöndina, en síðar varð menningin alls -
ráðandi. Hægt er að túlka þessa ólíku orðræðu í ljósi alþjóðlegrar
umræðu fræðimanna um menningarlega og pólitíska þjóðernis-
hyggju. Það er ljóst að þegar móta átti sjálfsmynd þjóðarinnar í hinu
fullvalda ríki varð hin lífræna líking ofan á: Þjóðin var einstaklingur
með skýr einkenni og sögu, eins konar náttúrlegt fyrirbæri fremur
en pólitískt. Það verður þó vart sagt að íslenska hugmyndin um
þjóð hafi verið andstæð lýðræði, en augljóslega í togstreitu við fjöl-
hyggju og einstaklingsfrelsi. Þessi menningarlega þjóðernishyggja
hefur ýmis einkenni vakningar, en einnig íhaldssemi. Hið þjóðlega
sjálf átti að vakna af löngum dvala, endurreisa glæsta gullöld, en
einnig þurfti að vernda það fyrir óæskilegum erlendum áhrifum,
eins konar sjúkdómavarnir gegn erlendri smitun. Á sama tíma og
áherslan var á það sem gerði Íslendinga sérstaka og greindi þá frá
öðrum, var þjóðin að leita fyrirmynda erlendis frá. Það er raunar
336 birgir hermannsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 336