Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 65
329þjóðmenning og lagaleg réttindi
… Íslendingar hafa ekki hyllt Dana eða Þjóðverja, né neina aðra þjóð, til ein-
veldis yfir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum og Norðmönnum hyllt ein-
valda konunga. Þar af leiðir aptur, að þegar konúngur afsalar sér einveldið,
þá höfum vér ástæðu til að vænta þess að hann styrki oss til að halda að
minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð eru með hinum forna sáttmála,
þegar land vort sameinaðist Noregi; það er sá grundvöllur sem vér eigum
að byggja á, og laga samkvæmt þörfum þessara tíma, og það er því heldur
ætlanda, að konungur veiti oss styrk til þess, sem Íslendingar hafa einmitt
játað einveldinu í því skyni, að þeir treystu því til að sýna landinu öfluga
vernd í að njóta sinna fornu réttinda … (Jón Sigurðsson 1848: 15)
Í stað þess að danska stjórnarskráin tæki gildi á Íslandi ættu Íslend -
ingar að byggja tengsl sín við konung á sömu forsendum og sam-
kvæmt Gamla sáttmála, aðlöguðum að „þörfum tímans“. Þessi rök
eru í eðli sínu pólitísk: „lönd Danakonungs“ fremur en þjóðir voru
einingarnar sem ættu að semja að nýju við konung um stöðu sína.
Að þessu leyti fylgdi Jón og síðar Íslendingar þekktu ferli við
myndun þjóðríkja. Ríkið sem myndaðist var byggt á gamalli og vel
þekktri einingu (landi) innan einveldisríkis. Þetta segir auðvitað
ekkert um tilvist þjóðar í menningarlegum skilningi né heldur um
kraft menningarlegrar þjóðernishyggju. Það sem skiptir máli í þessu
samhengi er að röksemdirnar byggjast á samningum, lagalegum
réttindum og pólitískum vilja, en ekki því hvort Íslendingar séu sér-
stök þjóð í skilningi menningarlegrar þjóðernishyggju. Þetta ein-
kenni röksemdanna sést best þegar þær eru bornar saman við annars
konar röksemdafærslu. Guðmundur Hannesson læknir sló nýjan
og róttækan tón í greina- og bókaskrifum í byrjun tuttugustu aldar.
Þar heldur hann fram siðferðilegum rétti þjóðarinnar, m.a. til að
réttlæta skýran aðskilnað við Danmörku.
Enn þýðingarmeira en nokkur sögulegur rjettur er sá siðferðilegi rjettur,
sem fylgir því að vjer Íslendingar erum ómótmælanlega sjerstök þjóð með
sjerstakri tungu, þjóðerni og hugsunarhætti og byggjum land sem liggur
fjarri nágrannalöndum og er ólíkt þeim í flestu. Á þessum siðferðislega rjetti
sjerstaks þjóðernis byggja nú flest ríki tilverurétt sinn, ekki sízt Danir.
(Guðmundur Hannesson 1906: 34)
Þessari skoðun óx ásmegin á heimastjórnartímanum en ýtti þó
engan veginn hinum lagalegu réttindum til hliðar. Þetta sést skýrt í
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 329