Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 216
íslenska og enska eru skyld mál og fjöldamörg orð og orðasambönd
speglast í báðum. Þess gætir og, að enskumæltum hætti, að
orðasambönd með nafnorð í kjarna taka við af orðasamböndum
sem byggjast á sagnorði.
Önnur dæmi eru að sumir lesmálshöfundar fjölmiðla virðast
ekki þekkja notkunarsvið orðsins ,,en“ í íslensku. Þar sem eðlilegt
er í íslensku máli að nota ,,en“ hneigjast þeir til þess að nota orða-
sambönd eins og ,,þaðan sem“, ,,þangað sem“ … og fleira sam-
bærilegt. Dæmi:
,,flugvélin fannst, þangað sem von er á þjóðhöfðingjum“ (í stað: en þangað
er von á); —
,,forsetinn kom frá staðnum, þaðan sem flugvélin hafði farist“ (í stað: en þar
hafði flugvélin)
Í þessum dæmum heyrist frummálið: ,,where“.
Margs konar tískuorð eru beinar þýðingar úr ensku. Eitt slíkt
er orðið ,,snjóstormur“ eða bara ,,stormur“ yfir él, byl eða hríðar-
byl. Annað slíkt er ,,skapandi skrif“ en ekki t.d. ritsköpun, skáld-
ritun eða skáldskapur, — á ensku: creative writing. Og talað er um
,,skapandi greinar“ en ekki t.d. hugmyndasköpun, hugmynda-
sáningu eða frjóar greinar, eða einfaldlega sköpun, hugmyndaauðgi,
sáningu … Sambærilegt dæmi er orðið ,,meginstraumsflokkar“
(mainstream parties) um algenga, almenna, gamalkunna, venjulega
stjórnmálaflokka. ,,Hatursglæpir“ er orðaþvingun fyrir t.d. afbrot
vegna fjandskapar, fjandglæpi, meinbægni, ofbeldi, ofsókn, for-
dómabrot eða fordómaglæpi. Og breyttri merkingu er troðið í
orðið ,,níð“ og tengt börnum, í stað orðanna áníðsla, misneyting,
ofbeldi, nauðgun og þvingun. Í stað raðtölu nota menn í auknum
mæli frumtölur: ,,Hann hefur gert þetta frá degi eitt“ (: from day
one); ,,þetta gerðist í viku fjögur“ (: fjórðu viku).
Svipað á við um umtak merkingar orðanna: ,,elska“, ,,hata“. Nú
eru þessi orð notuð um áhuga, vinskap, hlýju, alúð …, og um fálæti,
gremju, andstöðu, leiða … Bein frosin þýðing merkingar úr ensku
kemur æ oftar fyrir í íslensku máli. Sjálfsagt verður það ekki lengi
andkannalegt að heyra menn segjast ,,elska“ þessi eða hin viðvikin.
Fyrirtæki auglýsir: ,,Við elskum malbik“; má reyndar vera orð að
480 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 480