Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 111
375ætti að banna pólitískan rétttrúnað?
tískan rétttrúnað sem trúarkreddu sem leiði til fórnarlambs væð -
ingar9 og hætti til að hefja önnur menningarsamfélög en það vest -
ræna upp til skýjanna um leið og litið sé fram hjá þeirri staðreynd
að feðraveldi, kynþáttahyggja og kúgun sé oft innbyggð í þeim.
Hreyfingin hafi því ratað í öngstræti og spurning hvernig hún geti
fundið leið út úr því (Schenz 1994: 91–94).10
Athyglisverð eru tengslin milli trúar og breytni sem Schenz telur
að komi óbeint fram í pólitískum rétttrúnaði og setur í samhengi
við púrítanskra arfleifð bandarísks þjóðfélags. Innan þessarar arf-
leifðar, sem óneitanlega hafi haft ýmis jákvæð áhrif innan Banda-
ríkjanna fyrr á öldum, sé sú sannfæring ríkjandi að einungis bætt
siðferðileg hegðun geti orðið til að breyta samfélaginu til góðs. Þetta
sé þó verkaréttlæting og forræðishyggja sem geti virkað sem tví -
eggjað sverð því að boð og bönn taki hæglega á sig mynd þöggunar,
kúgunar og umburðarleysis (Schenz 1994: 100–102). Því miður út-
færir Schenz þessa hugmynd sína ekki nánar.
4. Pólitískur rétttrúnaður og gagnrýnin hugtakagreining
Sabine Wierlemann fjallar í doktorsritgerð sinni, Political Correct-
ness in den USA und in Deutschland (Pólitískur rétttrúnaður í
Banda ríkjunum og Þýskalandi), sem kom út 2002, um rit Violu
skírnir
9 Viola Schenz vitnar hér í umfjöllun Charles J. Sykes (1992) (Schenz 1994: 97–100).
10 Í kunnri ræðu við háskólann í Michigan 4. maí 1991 er gagnrýni George Bush,
þáverandi forseta Bandaríkjanna, orðuð á þessa leið: „Ironically, on the 200th
anniversary of our Bill of Rights, we find free speech under assault throughout
the United States, including on some college campuses. The notion of political
correctness has ignited controversy across the land. And although the movement
arises from the laudable desire to sweep away the debris of racism and sexism and
hatred, it replaces old prejudice with new ones. It declares certain topics off-lim-
its, certain expression off-limits, even certain gestures off-limits. What began as
a crusade for civility has soured into a cause of conflict and even censorship. […]
They have invited people to look for an insult in every word, gesture, action.
And in their own Orwellian way, crusades that demand correct behavior crush
diversity in the name of diversity. We all should be alarmed at the rise of intol-
erance in our land and by the growing tendency to use intimidation rather than
reason in settling disputes. […] And political extremists roam the land, abusing
the privilege of free speech, setting citizens against one another on the basis of
their class or race.“
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 375