Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 161
425íslendingar á jótlandsheiðar?
Nokkrir — furðu margir miðað við danska sveitastráka — reyna
að brjótast til mennta, því að Jótlands-Íslendingar reynast bók-
hneigðir og námfúsir.17 Þeir bjuggu líka að nokkurri almennri
menntun, og það því fremur sem áratugina fyrir Móðuharðindi
hafði það verið lagaskylda að kenna hverju landsins barni að lesa
og var því brátt að miklu leyti framfylgt.18 Vitaskuld var tungu-
málið þeim fjötur um fót í dönskum skólum, og þó síður en ætla
mætti. Danaveldi var fjölþjóðaríki og engan veginn sjálfsagt að
þegnar landsins væru barnfæddir á danska tungu. Í suðurhluta ríkis-
ins — ekki ýkjalangt sunnan lyngheiðanna jósku — var þjóð tungan
þýsk og þýskumælandi fjölskyldur voru allmargar í borgum og
bæjum. Þá var Noregur hluti af ríkinu og víða hitti fyrir Norðmenn
sem vitaskuld töluðu hver sitt héraðsmál. Íslendingum reyndist
löngum „auðnæm ill danska“, og hún mátti vera ansi vond án þess
að þeir yrðu að viðundri þess vegna. Í æðri skólum var það ennþá
latínukunnáttan, frekar en elegans dönskunnar, sem hafa mátti til
marks um menntunarstig og sálargáfur, og sátu menn þar við sama
borð hvert sem móðurmálið var.
Þannig dreifðust Íslendingar víða um Danmörku, bæði þeir sem
fluttust brott af Jótlandsheiðum og hinir sem aldrei voru fluttir
þangað frá Kaupmannahöfn. Af þeim eru komnar virtar ættir: Fin-
sen, Gudjohnsen, Sivertsen, Breidfjord; þeir hafa unnið til Nóbels-
verðlauna í læknavísindum og bókmenntum (fyrir sósíalískar raun -
skírnir
17 Líkt og í raunveruleikanum var haft fyrir satt um Vestur-Íslendinga. Þetta er
ekki að ástæðulausu því að á Íslandi hafði svo lengi verið fátt um aðra möguleika
til að verða „eitthvað sérstakt“. Þar uxu ekki úr grasi synir aðalsmanna; þar
leituðu menn ekki frama í her eða flota; og „fjársterkir einstaklingar“ stýrðu ekki
atvinnurekstri, öðrum en þeim að kaupa sem flestar bújarðir og leigja þær
bændum. Það var miklu fremur bóknámsleiðin sem Íslendingar — piltar — gátu
fetað til metorða: orðið biskupar, lögmenn, amtmenn, sýslumenn, eða a.m.k.
prestar. Eftirsótt embætti fengu menn að nokkru fyrir frændafylgi eða klíku-
skap, en að vaxandi leyti í krafti námsframa. Það varð þannig rótgróið með Ís-
lendingum að telja skólagöngu til eftirsóknarverðustu lífsgæða.
18 Þarna hafði einveldið komið til móts við sérþarfir íslenskra barna af því að
strjálbýli, torfærur og vetrarríki gerðu þeim svo erfitt að sækja tilskilda
trúfræðslu til sóknarkirkjunnar. Eftir ýmsar tilraunir með kristindómsfræðslu
ungdómsins varð niðurstaðan sú að íslensk börn yrðu að nema fermingarlær-
dóminn á bók heima á bæjunum, og til þess þufti að gera þau læs.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 425