Skírnir - 01.09.2017, Page 180
ingur sé innbyggður í sjálfsveru Gests þar sem hann er menning-
arfræðingur, því samkvæmt skrifum breska bókmenntafræðingsins
Terrys Eagleton felur hugmyndin um menningu í sér tvöfalda
neitun. Annars vegar neitun á lífrænni nauðhyggju og hins vegar á
sjálfræði andans. Hann segir enn fremur að orðið sjálft, „menning“
tákni hvort tveggja það sem umvefur manninn og það sem býr hið
innra og það megi leikandi leggja að jöfnu sundrandi öfl sálarlífsins
og óreiðukennda ytri krafta (Eagleton 2000: 4–5).12 Menning-
arfræðingurinn þarf því eðlis síns vegna annars vegar að stríða við
hinn ytri, efnislega hlutveruleika og alla hans fylgifiska, hins vegar
að glíma við óáþreifanlegt vitundar- og sálarlíf sitt. Sjálfsmynd
Gests er mótuð af þessari tvískiptingu og gerir það allan fastan til-
verupunkt ótækan. Því verða nautgripafræðin sem hann vinnur að
„eins konar umgjörð fyrir sálarlíf persónunnar og bjóða upp á mjög
brjálaðar tengingar við umheiminn; [og] þá fyrst verður þetta
heillandi þegar þessi þrjú skaut tengjast, maður veit ekki hvar mann-
inum sleppir og heimurinn byrjar“ (Bergsveinn Sigurðsson 2009:
20).
Ég álít að sérhver sögumaður Handbókar um hugarfar kúa sé
ekki einungis rödd sem segir sögu heldur séu þeir fánaberar ákveðn -
ar hugmyndar eða hugmyndafræði, því líkt og bandaríski mann -
fræðingurinn Clifford Geertz (2000) benti á á sjöunda áratug
síð ustu aldar má líta á hugmyndafræði sem skipulagt kerfi marg-
brotinna tákna. Hann sagði þessi tákn virka sem eins lags leiðarvísa
sem einstaklingar og hópar gátu stuðst við til að fóta sig í samfélagi.
Með því móti getur allt orðið að tákni, meira að segja fólk, framferði
og dýr. Ég hyggst nýta mér framlag Geertz til greiningar á hug-
myndafræði til að bregða birtu á sögumenn Handbókar, hvern í
sínu lagi. Fyrsti hluti þar sem Gestur segir sögu sína, er táknrænn
fyrir hið persónulega/einkalega (miðrýmið) og þar er talað fyrir
hönd þess sem er máttvana og útundan í samfélaginu; annar hluti,
444 kjartan már ómarsson skírnir
hestvagni sem dreginn er af tveimur hestum. Annar er forsvari hins himneska og
háleita en hinn þess jarðneska og lágkúrulega og ekillinn þarf að reyna að hemja
þá báða til að fara ekki út af sporinu. Sjá Plato 2001: 143–144.
12 Þar segir enn: „The term … is both personal and social: cultivation is a matter of
the harmonious, all-round development of the personality“ (Eagleton 2000: 15).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 444