Skírnir - 01.09.2017, Side 214
* Ensk orðnotkun mótar æ fleiri íslensk orð og orðasambönd og
festir þau við sig.
* Algengustu endingar ýta frávikum út. Eignarfallsendingin
,,-s“ vinnur á endingunni ,,-ar“. Eignarfallsendingar fleirtölu
nokkurra kvenkynsorða (svonefndir an-stofnar), ,,-a“ og
,,-na“, ruglast iðulega.
* Hreintungustefnan virðist dauð, og nýyrðasmíð er miklu minni
en löngum áður.
* Enskir orðstofnar streyma inn í daglegt mál.
Í íslenskum talmiðlum er brottfall önghljóðs milli sérhljóða mjög
greinilegt. Sama hefur þegar orðið í vestur-norskum mállýskum.
Dæmi:
-a-ale-a (aðallega); a-búna-r (aðbúnaður); adri-i (atriði); alm-inle-a (al-
mennilega); an-stu-u (andstöðu); féla-a (félaga); húsnæ-i (húsnæði); i-irma-
ur (yfirmaður); íbú-lánasjó-ur (íbúðalánasjóður); la-a (laga); lei-ile-tt
(leiðinlegt); lei-rétta (leiðrétta); lö-hfra-ingur (lögfræðingur); ma-r (maður);
me-an (meðan); mi-a vi- (miðað við); skri-stu-u (skrifstofu); sta-an (staðan);
svæ-i (svæði); tilla-a (tillaga); vanhæ-i (vanhæfi); ve-abré-um (vegabréfum);
vi-búna-r (viðbúnaður); vi-ra-na (viðræðna) …
Þessi dæmi eru flest tekin úr undirbúnu lesmáli sem þulir fluttu í
sjónvarpi og útvarpi. Hér virðist þannig ekki aðeins um einstök
dæmi um fljótfærni eða kæruleysi í framsögn að ræða.
Orðið ,,ekki“ heyrist í hljóðmiðlum alloft borið fram sem ,,ehjhji“
í undirbúnum upplestri þular í íslenskum talmiðlum. Þessi hljóð-
breyting hefur líka átt sér stað áður í vestur-norskum mállýsk-
um.
Sérstakur þáttur sömu breytinga kann að vera að ,,ö“ verður
víða ,,u“ í framsögn. Dæmi: du-um (dögum); lu-um (lögum); su-
um (sögum); sulu (sölu); tillu-u (tillögu); … Fleiri dæmi mætti nefna
um óljós skil gleiðra og kringdra sérhljóða í framburði þula og
fréttamanna. Má vera að hér sé um einstaklingsbundin frávik að
ræða, en sýnir þá að fjölmiðlafyrirtækið hefur enga stefnu um
vandvirkni í framsögn. Sama verður sagt um vikudaginn sem heitir
ævinlega ,,mi-guda-r“ á einni sjónvarpsstöðinni. Hér má greina
478 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 478