Skírnir - 01.09.2017, Page 213
477íslenska eða ís-enska
uppgjöf, gleymska og dauði. Og þetta gerist ótrúlega hratt. Sumarið
2017 bárust fregnir af undirbúningsvinnu að íslenskri máltækni á
vegum íslenskra stjórnvalda, og orð eru til alls fyrst. Úrslit eru ekki
ráðin í þessu enn, enda þarf að reiða stórfé fram og leysa umfangs-
mikla vinnu af hendi áður en séð verður um árangurinn.
Íslendingar gátu þetta þegar leið á 19. öld og engin ástæða er til
að draga í efa að við getum þetta aftur — ef við höfum vilja,
myndugleika, þjóðarstolt og þjóðarmetnað til.
V
Opinber viðhorf um málkerfi og framburð íslenskunnar hafa breyst
mjög á síðustu árum. Fram á síðustu áratugi eyddu kennarar og
málvöndunarmenn mikilli orku gegn svokallaðri þágufallssýki:
,,mér langar“. Unnið var gegn beygingarbreytingum: ,,ég vill“.
Einstaka maður hafði áhuga á því að varðveita svonefndan skaft-
fellskan eða sunnlenskan hv-framburð. Einstaka aðrir menn þóttust
af því að vera mæltir á vestfirsku: ,,la-angur“… Margir reyndu að
ýta undir norðlenskan framburð lokhljóða í innstöðu, og sumir
vildu nota raddað ,,l“, ,,m“ og ,,n“ á undan lokhljóði að norðlensk-
um hætti. Mannsaldri áður var flámælinu útrýmt, en það var mál-
breyting samstæð því sem áður hafði orðið í færeysku og vestur-
norskum mállýskum. Frændur okkar fundu eftir þær hljóðbreyt-
ingar aðrar leiðir til að tala skýrt, og sama hefði vafalaust orðið hér
líka.
Um þessar mundir standa miklar málbreytingar yfir í íslenskri
tungu, meiri og víðtækari en löngum áður. Um það eru útvarp,
sjónvarp og dagblöð skýr vitni. Hér verða nefnd nokkur dæmi tekin
af handahófi og alls ekki tæmandi:
* Hljóð sem ritað er ,,f“, ,,g“ , ,,ð“ inni í orði milli sérhljóða virðist
hverfa úr framburði.
* Svonefnt laust viðurlag stirðnar í þágufalli.
* Beinar orðabókarþýðingar orða taka við af gegnsæi málsins og
festast.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 477