Skírnir - 01.09.2017, Page 153
417íslendingar á jótlandsheiðar?
Yfir þessu sátu menn í Rentukammeri uns niðurstaðan varð sú,
staðfest með konunglegum úrskurði í febrúar 1786, að flytja skyldi Ís-
lendinga á Jótlandsheiðar. Strax um vorið átti að koma þeim fyrir sem
þegar voru komnir til Danmerkur. Síðan átti að senda kaupskip til
Íslands, ekki til að birgja landið að nauðsynjum heldur til að sækja
fólkið sem eftir væri. Vistir og mannskap átti einungis að skilja eftir
á kauphöfnum vetrarvertíðarsvæðisins, frá Vestmannaeyjum og vestur
til Ólafsvíkur. Þar skyldu ráða ríkjum danskir útgerðarstjórar sem
hver um sig réði til sín nokkrar bátshafnir af íslenskum sjómönnum
og kvenfólk eftir því sem nauðsynlega þyrfti til vinnu í landi.
Föst búseta fjarar út
Þetta gekk eftir að miklu leyti. Snemma vors var byrjað að senda
skip til Suður- og Vesturlandshafna og svo viðbótarskip eftir þörf -
um meðan fólk var eftir ósótt. Hafís var nú ekki til fyrirstöðu, og
ekki við Norður- og Austurland heldur þegar skip voru send þang -
að kringum Jónsmessuna. Á Reyðarfirði fannst þá enginn maður á
lífi, ekki heldur á Skagaströnd, en frá Berufirði, Akureyri, Hofsósi
og Kúvíkum tókst að bjarga hópum eftirlifenda, heldur illa á sig
komnum.
Ekki var aðkoman heldur glæsileg sunnanlands eða vestan. Korn-
metinu, sem fluttist til landsins sumarið áður, hafði verið úthlutað
til bænda, megninu af því strax um haustið, og var misjafnt hvað
það entist. Í sumum sveitum urðu svo mörg heimili örbjarga að af
því leiddi samfélagshrun með líkum hætti og orðið hafði víða á
Norður- og Austurlandi. Betlarar flykktust að verslunarstöðunum
en fengu þar litla úrlausn og sultu smám saman í hel. Bólusótt hafði
borist til Reykjavíkur með Hólmsskipi sumarið áður og gengið um
haustið um þau svæði landsins sem enn voru svo mannmörg að þar
gæti magnast upp farsótt. Roskið fólk var flest ónæmt frá því bólu-
sótt hafði síðast gengið í landinu en yngra fólkið veiktist unn-
vörpum og reyndist fátt hafa þrek, eftir skort liðinna missera, til að
standast þung veikindi.
Veturinn varð ekki svo harður að fénaður þyrfti að falla þess
vegna en fólk neyddist enn til að skera sér til matar af þeim fáu
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 417