Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 40
ekki ótvíræð sameiginleg stíleinkenni. Sé miðað við staðaldreif-
inguna þá samsvarar fjarlægðarmæling sem er innan við kd-fjarlægð
0,77 99% öryggismörkum (einhliða 2,3 staðalfrávik frá miðju). Út-
lagarnir (e. outliers) segja okkur að í þeim tilvikum er orðanotkun
milli sagna líkari en svo að um tilviljun sé að ræða. Líklegasta skýr -
ingin er sú að þær séu eftir sama höfund. Þessar almennu niður stöð -
ur má einnig setja fram í formi tengslatrés (e. dendrogram).
Á mynd 7 er raðað saman þeim sögum eða sagnahlutum sem
hafa líkust frávik frá meðaltalinu mæld með kósínus-delta-aðferð.
Sögurnar eru flokkaðar saman með það að markmiði að lágmarka
mesta innbyrðis frávik hvers flokks (svonefnt Chebyshev-mál) og
þær greinar sýndar í sama lit þar sem Chebyshev-málið er skemmra
en 0,77. Í ljós kemur að sterk stílleg samsvörun er milli sagna innan
Heimskringlu og Eglu annars vegar og hins vegar milli helstu sagna
Sturlungu, sérstaklega Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala. Mæl-
ingarnar benda á fleiri verðug rannsóknarefni, þar á meðal sagna-
parið Hrafnkels sögu og Fljótsdæla sögu (kd. 0,63). Almennt greinir
mælikvarðinn hins vegar tiltölulega fáa texta innan málheildarinnar
með svipuð stíleinkenni. Ein skýringin kann að vera sú að fjöl-
margir höfundar hafi stundað sagnagerð hér á landi á miðöldum en
hver um sig hafi skrifað tiltölulega fá verk. Önnur skýring kann að
vera sú að sköpun íslenskra fornsagna hafi að verulegu marki byggst
á dreifðum höfundarskap (e. distributed authorship) þar sem sagna-
menn, skrásetjarar, samsetjarar, ritstýrendur, höfundar, afritarar og
útgefendur taka sameiginlega þátt í að móta tiltekna sögu á löngu
tímabil.34 Fyrir vikið ná þekktar aðferðir ekki að greina ótvíræð
fingraför í textunum.35
304 jón, sigurður, steingrímur skírnir
34 Um hugtakið „dreifður höfundarskapur“, sjá m.a. Ranković 2007.
35 Höfundar vilja þakka Birgi Arnarsyni, Brynju Þorgeirsdóttur, Eiríki Rögn-
valdssyni, Páli Valssyni, Róberti H. Harldssyni, Torfa H. Tulinius, Þorvaldi
Kristinssyni og Xinyu Zhang fyrir yfirlestur á greininni í handriti og margvíslegar
gagnlegar ábendingar.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 304