Skírnir - 01.09.2017, Page 129
393ætti að banna pólitískan rétttrúnað?
óumdeilanlegt gildi arfleifðar upplýsingarinnar um að „lýðræði og
hugmyndin um altækt vægi mannréttinda standi óháð trúarbrögð -
um, þjóðerni og kynhneigð, enda þótt þau móti enn ekki öll sam-
félög“ (Strenger 2015: 10). Þessi hugmynd feli í sér rétt og kröfu
einstaklingsins til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm
skyn seminnar og vísindalegrar nálgunar. Hefðir verði því ekki
lengur teknar sem sjálfgefnar, hvorki á sviði trúarbragða, menningar
né veraldlegs valds (Strenger 2015: 13, 33–34, 45).
Strenger spyr hvað valdi því að Evrópubúar eigi orðið erfitt með
að standa vörð um þetta. Hann telur ástæðu þess m.a. vera þá að í
kjölfar síðari heimsstyrjaldar hafi þeir byrjað að skoða arfleifð vest-
rænnar menningar með gagnrýnum augum en það hafi leitt til upp-
gjörs sem „varð fæðingarstund pólitísks rétttrúnaðar, en megin kenni-
setning hans er að öll menning, öll trúarkerfi og allir lífshættir séu
jafn réttháir, sem banni að siðfræðileg eða þekkingarfræðileg gagn-
rýni beinist að þeim“ (Strenger 2015: 15). Öll sú þjáning og það
óréttlæti sem heimsvaldastefna Evrópuríkja hafi valdið svipti grund-
vellinum undan sérstöðu vestrænnar menningar. Gagnrýni sem
byggist á altækum gildum hennar sé þar með líka óæskileg í opin-
berri orðræðu og innan vísindasamfélagsins. „Hvíti maðurinn hefur
í sögu sinni „opinberað sig sem hina verstu skepnu““ (Strenger
2015: 39). Á þessari forsendu eigi menn erfitt með að verja áður-
nefnd gildi evrópskrar arfleifðar — og á því sé pólitískur rétt-
trúnaður reistur. Gagnrýni á þessa arfleifð er annaðhvort mætt með
þöggun eða ásökun um kynþáttahyggju. Slíkt torveldi alla umræðu
um þessi mál og litið sé fram hjá þeirri staðreynd „að enginn getur
ósvikið virt það sem hann álítur í sannleika sagt vera siðlaust,
óskynsamlegt eða einfaldlega vitlaust“ (Strenger 2015: 19).
Að mati Carlos Strenger er ekki hægt að verða við kröfu pólitísks
rétttrúnaðar þar eð hún stuðlar ekki að umburðarlyndi, heldur sópi
hún raunverulegum vanda fjölmenningarsamfélaga undir teppið. En
sá vandi verði ekki leystur með því einu að finna upp á heppilegri
hugtökum, það sýni samfélagsátök undanfarinna áratuga. Nauðsyn-
legar forsendur þess að hægt sé að takast á við vandann séu þvert á
móti gagnrýnin hugsun, opin umræða og átök. Í þessu samhengi
fjallar Strenger um vægi yfirvegaðrar fyrirlitningar í slíkri umræðu.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 393