Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 221
485íslenska eða ís-enska
Á síðustu árum bætast séryrði tölvunnar við tískuyrðin sem
berast stöðugt að úr kvikmyndum og sjónvarpi. Alþjóðamótun
andans flæðir yfir.
Enska orðið ,,industry“ hefur hingað til haft miklu víðari merk-
ingu en íslenska orðið ,,iðnaður“. En upp á síðkastið hefur enska
merkingin yfirtekið íslenska orðið. Það sem hingað til hefur heitið
,,ferðaþjónusta“ heitir nú æ oftar ,,ferðamannaiðnaður“. Hér hefur
enskan alveg lagt orðin undir sig: tour – ist – industry: ferðir – menn
– iðnaður. Stundum má heyra annað dæmi: ,,móðir allra stríða“:
mother of all wars. Botnfrosin klisjukennd orðabókarþýðing, einna
líkust mandarín-kínversku rittákni, eyðir því gegnsæi sem prýðir
íslenska orðið og einstaka liði þess. Síðan er íslenska orðið notað
,,frosið og blint“ með merkingu sem er af-ályktuð (: abstract). Þetta
samsetta orð, ferðamannaiðnaður, er í raun ágætt dæmi um þá
róttæku breytingu sem er að verða á íslenskri tungu — yfir í ís-
ensku.
Athyglisverð er þessi lýsing: ,,… ekki nægilegt rými fyrir konur
innan íslensku rappsenunnar“. Og glæsileg er þessi yfirlýsing:
,,Tattúmenningin er stór í landinu“. Þessi dæmi tvö eru auðvitað á
ábyrgð tveggja einstaklinga sem létu sér þau um munn fara. En þau
vitna um almenna þróun.
Undir áhrifum enskunnar virðist notkun þolmyndarsetninga í
íslensku aukast verulega og jafnvel þannig að merking geti orðið
óljós og tvíræð. Á ensku einkennast slíkar setningar af forsetning-
unni ,,by“. Setningin: ,,myndin var tekin af ljósmyndaranum“ getur
merkt: ljósmyndarinn gerði myndina, eða: einhver hrifsaði myndina
af ljósmyndaranum. ,,Þetta var sagt af honum“ getur á íslensku
merkt: af honum gengu þessar sögur, eða: hann sagði þetta… Fjöl-
mörg dæmi má finna um þessar þolmyndarsetningar, og sum hláleg.
Enska fyrirmyndin virðist greinileg, en á enskunni er í slíkum
setningum ekki sama hætta á misskilningi.
Gott dæmi um skyldleika tungumálanna er þessi frásaga úr
fréttatíma: ,,Fjölmargir skátar munu koma saman í næstu viku“.
Hér er ekki ,,málvilla“ en þó hljómar enskan alveg í gegn: ,,will
gather“. Á gamalli íslensku er þetta: Skátar ætla að koma saman,
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 485