Skírnir - 01.09.2017, Page 228
niðurstaðan auðvitað sú að það væri mikill sparnaður og hagræði að
því að þjóðin létti af sjálfri sér þessari byrði. Þessi skoðun kom
margoft fram í máli fulltrúa fjármálakerfisins á árunum rétt fyrir
bankahrunið.
Líklega er hitt miklu nær sanni að allflest tungumál séu álíka
einföld og álíka flókin. Móðurmál lærist ekki í einstökum orðum
samkvæmt málfræðigreiningu, beygingaskrá eða orðatöflu. Móður-
mál lærist og þjálfast í merkingarfullum orðasamböndum (sneiðum)
sem skýra beina lífsreynslu barnsins á stundinni og mynda smám
saman nokkurs konar kerfi eða keðju smáforrita (munstra) í hug-
skotinu við endurtekningar barnsins. Þau verða þar smám saman
hugföst og lítt eða ekki vísvituð, en athygli barnsins beinist að
merkingarandlögum í nánasta skynsviði, umhverfi og eigin reynslu.
Síðan raðast orð og orðasambönd inn í þessi munstur eða hólfa-
mengi við æfingu og virkja minni barnsins sem einmitt er í mótun
á sama skeiði. Þannig eru flest tungumál sem móðurmál við máltöku
barns að líkindum nokkuð álíka flókin og einföld, nokkuð álíka
erfið og auðveld.
En fjölmennasta tungumálið, opinbert stjórnsýslu-, viðskipta-,
tækni-, tísku-, menningar- og hervaldsmál stórveldisins, hefur mót-
andi forræði á öllu áhrifasvæði þess ríkis. Það sem kann að vera
flókið og erfitt á þessu ríkismáli verður að viðmiði og metið sem
meðalhóf, tiltölulega auðvelt og viðeigandi. Það sem er ólíkt þessu
eða kann að vera flókið og erfitt á minnihlutamáli verður álitið
þvælið og heimskulegt, útkjálkalegt, lágkúrulegt, óþarfi og nútíma-
fólki varla bjóðandi.
Á íslensku er sjálfsagt helst um þessa þætti að ræða: viðteng-
ingarhátt, þágufall, hljóðvarp í beygingum, sérstæðan orðaforða,
tiltölulega frjálsa orðaröð. Enn fremur mætti nefna: mismunandi
föll andlags, mismunandi endingar eignarfalls, mismunandi sagn-
beygingar, ýmis óregluleg orð. Loks mætti auðvitað nefna: ýmis
sérstæð orðtök, orðasambönd, málshætti, svo og sérstök merkingar-
brigði sem felast í sögulegri og bókmenntalegri skírskotun þessarar
þjóðar.
Fjöldamörg samanburðardæmi má nefna. Spyrja má, svo að
dæmi sé tekið, hvort er auðveldara eða blæbrigðaríkara:
492 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 492