Skírnir - 01.09.2017, Side 158
ist þá oft burt, en bændaefni komu líka með sínar þýsku og dönsku
konur inn í Íslendingabyggðina svo að börnin ólust upp við mál og
menningu beggja.
Um 1830, þegar önnur og þriðja kynslóð Jótlands-Íslendinga
höfðu tekið við af þeim sem mundu gamla landið, urðu mikil tíma-
mót á Jótlandsheiðum þegar bændum var leyft að stofna þar hjá-
leigur (húsmannspláss eins og við köllum það að dönskum hætti) líkt
og tíðkast hafði í grónari sveitum. Áður hafði þess verið gætt að
stofna ekki býli á heiðunum nema með ærnu landrými, sem ekki
veitti af til sauðabeitar og torfristu, en nú streymdu að landlausir
öreigar úr nálægum héruðum til að gerast kotbændur á heiðunum.
Íslendingar, sem ekki áttu kost á öðru jarðnæði — t.d. af því að
systkinahópar voru of stórir til að öll tækju við búum foreldranna
— leigðu sumir kot af þessu tagi. Aðrir, sem hafði haldist á sínum
upphaflegu heiðajörðum, leigðu út frá sér húsmannspláss, bæði ís-
lenskum kotungum og dönskum. Þannig fjölgaði á Alheiðinni, og
byggðin varð dönsk ekki síður en íslensk.
Árið 1839 ritaði skáldpresturinn Steen Steensen Blicher lýsingu
á byggð og atvinnuvegum í Víborgaramti sem síðan er grundvallarrit
í jóskri byggðasögu.12 Þá telur hann um 40 þúsund mann búa á Jót-
landsheiðum, í 90 kirkjusóknum. Þar munar ekki mikið um 2000
Íslendinga, flesta í þremur kirkjusóknum, og eina þýska kirkjusókn
með um 1000 íbúum, enda fjallar Blicher ekki um þá sérstaklega.
Hann telur kotbúskap á húsmannsplássum mikið böl; kotungarnir
hljóti alla tíð að berjast við fátækt og enda sem ómagar. Þá vantar
engjarnar til þess að rækta akra svo að gagn sé að, en ala sauðfé á úti-
gangi og drýgja tekjur sínar með því að vinna prjónles úr ullinni og
selja í kaupstað. Þessir búskaparhættir, sem Danir tóku upp út úr
neyð, voru Íslendingunum bæði eðlilegir og sjálfsagðir, nema hvað
ullin af danska fénu var ekki nógu togmikil í hið rétta duggaraband.
Eftir þetta vorum við Jótlands-Íslendingar varla lengur sérstakt
samfélag. Við bjuggum innan um Dani, skildum og töluðum dönsku,
vorum orðin nokkurn veginn gjaldgeng á dönskum hjónabands-
422 helgi skúli kjartansson skírnir
12 Byggðarlýsing Blichers (sem líkja má við „Lýsingu Gullbringusýslu“ eftir Skúla
fógeta) er raunverulegt rit.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 422