Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 212
endilega flóknari eða erfiðari, en hún er öðru vísi og fylgir
sérstökum eigin mælistikum. Og þá verður það allt álitið ,,viðbótar-
vesen“ og ,,óþægileg“ fyrirhöfn.
IV
Við þetta bætist hröð þróun máltækni, tækjanotkunar við málsam-
skipti, og þar er allt á ensku. Í þessu hefur íslenskan þegar dregist
aftur úr. Áður er nefnd tölvunotkun barna. En tækjanotkun við
málsamskipti og tækjamiðlun málskilaboða er þróun sem leggur
vitund manna undir sig á mörgum sviðum, og þeim fjölgar. Al-
kunnug eru rafrænt lesefni, rafræn bókasöfn, rafræn upplýsinga- og
gagnasöfn, og margs konar svonefnd snjalltæki. Rafræn útgáfa
ryður sér til rúms í stað þess sem var fram til þessa fjölfaldað eða
prentað á bókum. Tölvur og símtæki nema talað mál á ensku,
bregðast við því og svara á ensku. Rætt er um afgreiðslutæki í versl-
unum sem bregðast við töluðu máli. Sama á við um veitingastaði,
bensínstöðvar, afgreiðslu á flugstöðvum, og svo mætti áfram telja.
Íslenskan hefur hingað til orðið út undan andspænis máltækn-
inni. Þjóðtunga okkar nær þar ekki máli. Hún er ,,föst í fortíðinni“
vegna þess að ekki er sinnt um að fela henni vald yfir máltækninni.
Íslenskan virðist eitt þeirra tungumála sem vikið er til hliðar — ef
stjórnvöld taka ekki frumkvæði og verja fé og fyrirhöfn í íslenska
máltækni, í stafræna mótun og frumskipun máltækni fyrir íslenska
tungu. Ef íslenskan á að standast verður hún að fá sess sem sjálfstætt
stýrimál, tengimál, skýringamál, þýðingamál í öllum undragripum
og snjalltækjum máltækninnar. Fjöldamargar aðrar þjóðtungur,
mállýskur og minnihlutamál eru á hvörfum andspænis þessari
þróun og virðast stefna á minjasöfn sögunnar. Hér ráða stjórnvöld
úrslitum. Undanhald þjóðtungu getur orðið á nokkrum áratugum.
Hvarf þjóðtungu getur orðið á rúmri hálfri öld, í tveimur kynslóð-
um — en ósigur hennar tekur skemmri tíma.
Að undanförnu hafa ýmsir, þeirra á meðal Eiríkur Rögnvalds-
son prófessor, bent á að þjóðtungan íslenska er í lífshættu. Vitað er
að stafrænum dauða þjóðtungu fylgja á eftir vanræksla, undanhald,
476 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 476