Skírnir - 01.09.2017, Qupperneq 164
Íslenskir bændur, sem eftir voru í Breiðafjarðareyjum og á Vest-
fjörðum, tóku strax upp samband og viðskipti við útgerðarmennina.
Þegar kom í ljós að ekki stóð til að byggja upp eyddar sveitir, þá
fluttu menn sig á gjöfulli jarðir, stækkuðu búin og réðu sér vinnu-
fólk úr hópi þess sem útgerðarmenn fluttu til landsins. Þarna
þróaðist nýtt samfélag, fámennara en hið fyrra og formlausara á alla
lund, snerist meira um útgerð og hlunnindi, t.d. bjargnytjar, og
minna um búfjárhald, og fólk var þarna ekki endilega ævilangt
heldur kom það og fór, reyndi fyrir sér á víxl í íslenska samfélaginu
og í vermennsku hjá erlendu skútuútgerðinni.
Með líkum hætti, en á lengri tíma, endurmyndaðist búfast sam-
félag utan um útgerðarstaði vetrarvertíðarsvæðisins. Einstaka sjó-
menn og saltfiskstúlkur ákváðu, þegar ráðningartími þeirra var úti,
að afþakka farið til baka, setjast að á einhverju eyðibýlinu og reyna
að búa sér nýja framtíð. Það mátti útvega sér kindur og jafnvel kálfa,
annaðhvort vestan úr Breiðafirði eða með vorskipunum frá Fær-
eyjum. Og meðan byggðin var nógu strjál mátti líka hafa ærið
bjargræði af bjargnytjum og selveiði, lax- og silungsveiði, eggjatekju
á vorin, gæsa- og álftaveiði síðsumars, rjúpnaveiði á vetrum.
Talsvert voru það Íslendingar, bæði frá Kaupmannahöfn og utan
af Jótlandsheiðum, sem svona settust að í gamla landinu, en aðrir í
bland, bæði Færeyingar og Norðmenn. Á Austfjörðum voru það
umfram allt Færeyingar sem tóku sér búsetu, sjaldnast til langframa,
en algengt að ungt fólk hefði þar aðsetur nokkur ár áður en það
settist um kyrrt í heimabyggðinni.
Útilegumennirnir, sem slæðingur var af víða um land, runnu
smám saman inn í þennan nýja mannlífsvísi við verstöðvarnar, þög-
ult fólk sem ekki var spurt nærgöngulla spurninga.
Svona var saga Íslands fram í Napóleonsstríð. Þá lentu Danir í
útistöðum við Breta, helsta flotaveldi heims, og féll um sinn niður
sigling þeirra til Íslands og útgerð þar. Af því að byggðin á Íslandi,
sú litla sem var, hafði mjög treyst á viðskipti við skútuútgerðina, þá
skall á hallæri sem Bretar töldu sér skylt að bregðast við. Þeir fluttu
vistir til landsins, keyptu þar fisk og hófu nokkra útgerð á eigin
vegum. Vegna stríðshættu á Atlantshafi var á þessum árum hætt að
flytja vertíðarfólk árlega til og frá Nýfundnalandi heldur var út-
428 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 428