Skírnir - 01.09.2017, Page 252
gæði loðnusendinganna og salan í Japan náði ekki aftur sömu
hæðum (Jón Hjaltason o.fl. 1996: 341–352).
Loðnusalan var góð byrjun á útflutningi til Japans en viðskipta-
hallinn var þó enn til staðar og var harðlega gagnrýndur í fjöl-
miðlum.28 Þegar Árni Tryggvason sendiherra sótti Japan heim árið
1970 til að afhenda trúnaðarbréf og vera viðstaddur opnun Heims-
sýningarinnar í Osaka, var viðskiptahallinn eitt helsta umræðuefnið
á fundum með ráðamönnum, sér í lagi utanríkisráðherra Japans. Á
fundi þeirra Árna voru frekari loðnuviðskipti rædd sem og hugs-
anlegur innflutningur Japana á kindakjöti, ull, hvalkjöti og hval-
lýsi.29 Tímasetningin var kjörin fyrir útflutning á hvalaafurðum þar
sem markaðshorfur voru slæmar í Bretlandi og því mikilvægt að
leita nýrra markaða. Árið 1971 hóf Hvalur hf., undir stjórn út-
gerðarmannsins Lofts Bjarnasonar, að selja hvalaafurðir til Japans
(Halldór Blöndal 1998). Japanir höfðu verið stórtækir í hvalveiðum
en á þessum tíma dró nokkuð úr veiðunum og japönsk fyrirtæki
voru því byrjuð að leita fyrir sér erlendis um innflutning á hvala-
afurðum. Hvalur hf. ákvað að laga framleiðsluna að Japansmarkaði
og voru stórfelldar breytingar gerðar á vinnslu og verkferlum í
Hvalfirði, sem og í frystihúsi félagsins í Hafnarfirði. Var það gert til
að mæta ströngum kröfum Japana. Sjálfur ferðaðist Loftur aldrei til
Japans en japönsku kaupendurnir tóku virkan þátt í þjálfun starfs-
manna og eftirliti með framleiðslunni. Dvöldu allt að fimm jap-
anskir sérfræðingar hjá Hvali hf. hvert sumar meðan veiðar og
vinnsla fóru fram.30 Í aldarminningu um Loft Bjarnason skrifaði
Halldór Blöndal eftirfarandi um hvalaviðskiptin við Japan:
516 kristín ingvarsdóttir skírnir
28 Sjá t.d. heilsíðugrein á viðskiptasíðum Morgunblaðsins, 17. apríl 1969, undir yf-
irskriftinni „Hvenær komumst við inn á japanska markaðinn?“
29 ÞÍ utanríkisráðuneytið 1996, B/123-4, dags. 16.04.1970: Nr. 109. Bréf sendiráðs
Íslands í Bonn, „För til Japans til afhendingar trúnaðarbréfs m.m.“, 11. apríl
1970. Japanski ráðherrann lagði einnig til að Japanir sendu sérfræðinga til Íslands
„til leiðbeiningar um veiðarfæragerð þar og e.t.v. til einhverrar fjárfestingar í því
sambandi“. Greinarhöfundur hefur ekki fundið dæmi um að af slíku samstarfi hafi
orðið.
30 Viðtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf. og son Lofts Bjarna-
sonar (ágúst 2017).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 516