Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 163
427íslendingar á jótlandsheiðar?
Vestureyjar Breiðafjarðar umfram allt, einnig afskekktustu byggðir
Vestfjarðakjálkans. Þar varð eftir sveitabyggð, tvístruð og örfámenn
en sjálfbjarga, þegar þorri þjóðarinnar dó drottni sínum eða hvarf á
braut.
Nú hófu Danir útgerð sína frá Íslandi eftir áætlun Pontoppidans
og nokkuð með því sniði sem Englendingar höfðu haft á Ný -
fundna landsútgerðinni.
Snemma vors var skipafloti sendur til verstöðvanna á Suður- og
Suðvesturlandi. Þar höfðu vetursetumenn löngu hafið róðra og
verkað í skreið, en skipin fluttu með sér salt og viðbótarmannskap
og var verkað í salt það sem síðar veiddist. Skipunum sjálfum var
haldið til veiða á djúpmiðum og veitt á handfæri, bæði af skipsfjöl
og af doríum, og saltað í lestina. Eftir nokkurra vikna úthald var
aftur haldið til hafnar, aflinn lagður á land til að þurrka á reitum, en
skreiðin, sem nú var fullverkuð, tekin og flutt utan. Skipin komu
svo aftur um haustið, sóttu þá saltfiskinn, mest af honum full-
verkaðan, og það af mannskapnum sem ekki var skilið eftir til að
hefja róðra á næstu vetrarvertíð.
Vestfjarðaflotinn hélt einnig snemma af stað, en þar var einungis
vor- og sumarúthald, engir eftirlegumenn eða vetrarvertíð. Róið var
úr landi á smábátum jafnframt því sem skipunum var haldið til
veiða, og aflinn fluttur utan blautsaltaður það sem ekki vannst tími
til að þurrka í landi. Með líkum hætti var veitt við Austfirði nema
vertíðin hófst síðar og var styttri.
Allir danskir þegnar, sem áttu hæfilegt skip eða tóku það á leigu,
máttu taka þátt í þessu Íslandsúthaldi. Sumir komu frá Slésvík,
einkum Flensborg, en æ fleiri frá Noregi. Íslendingar sóttust eftir að
ráða sig í þessar ferðir. Einnig tíðkaðist að skipin kæmu við í Fær-
eyjum til að taka aukamannskap (líkt og Nýfundnalandsför Eng-
lendinga höfðu löngum haft viðdvöl á Írlandi til að ráða ódýra
vermenn). Þannig blandaðist saman íslensk, norsk og færeysk verk-
menning og var leitast við að halda því besta úr hverri hefð. Íslensku
vertíðarskipin voru t.d. endurnýjuð með norsku Sunnmærislagi
þegar þau gengu úr sér en smærri bátar með færeysku lagi. Verkun
íslensku skreiðarinnar var í engu breytt, enda sú besta í heimi, en
saltfiskur var flattur og léttsaltaður sem „terraneufs-fiskur“.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 427