Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 78
í hjónaband 1857. Næstu árin bjuggu þau í Reykjavík meðan hann
var að ljúka námi í Prestaskólanum og Sigríður sá þá fyrir þeim með
því að kenna á gítar.1 Sigríður og Eiríkur eignuðust tvö börn en þau
fæddust bæði andvana og hjónabandið var því barnlaust. Árið 1862,
nokkru eftir það tímabil sem hér um ræðir, fluttust þau hjónin til
Englands. Eiríkur varð bókavörður í Cambridge 1871 og Sigríður
lagði gjörva hönd á margt. Hún lét til sín taka í kvennabaráttu og
ýmsum menningarmálum. Þau hjónin kynntust ýmsu málsmetandi
fólki í Englandi og ber þar hæst kynni þeirra af William Morris
(1834–1896) og konu hans Jane (1839–1914). Eiríkur varð hægri
hönd Morris sem lærði íslensku og lagði út af norrænum miðalda -
minnum í sögum sínum, ljóðum og list, eins og Stefán Einarsson
(1933: 93–113) rekur í ævisögu Eiríks. Eiríkur og Morris þýddu
saman ýmsar fornsögur á ensku, m.a. nokkrar Íslendingasögur og
Heimskringlu. Andrew Wawn (2001) hefur fjallað um Eirík og störf
hans í Cambridge. Auður Styrkársdóttir hefur ritað tvær greinar
sem fjalla að hluta eða í heild um Sigríði. Fyrri greinin fjallar um
þátt Sigríðar í kvenfrelsisbaráttunni, en hún sat m.a. í stjórn alþjóða -
sambands sem stofnað var 1889 undir heitinu Union universelle des
femmes (Auður Styrkársdóttir 2012: 43–50). Síðan skrifaði Auður
(2015) ítarlega grein um ævi og störf Sigríðar. Árið 2013 var haldið
málþing í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af 100. ártíð Eiríks og fjölluðu
ýmsir fræðimenn þá bæði um hann og um Sigríði. Eiríkur lést 24.
janúar 1913 og Sigríður skömmu síðar, 22. nóvember 1915.
Gröndal ræðir um Sigríði í endurminningum sínum, Dægradvöl.
Hann segir:
Einar Sæmundsson bjó í Brekkubæ; hann var lítill maður vexti, en þrekinn,
drykkjumaður og hægur, allvel gáfaður, og gerði ekkert, en Guðrún [Ólafs-
342 sveinn yngvi egilsson skírnir
1 Nokkrar ljósmyndir eru til af Sigríði og á a.m.k. tveimur þeirra heldur hún á gítar
(önnur myndin, Mms. 4972 á Þjóðminjasafni, er birt í þessari grein en hin er á Ár-
bæjarsafni, ÁBS 004 075 1-1). Gröndal minnist oft á gítarspil hennar og í bréfi til
Jóns Árnasonar, 29. október 1861, dregur hann upp skemmtilega mynd af því
þegar Sigríður var að stilla hljóðfæri sitt: „Þú ættir að tala um þetta allt við Petrum
[Pétur Pétursson, síðar biskup] fyrir mig og stilla hann, eins og Sigríður Einars-
dóttir stemmir rifinn gítar á bak við ryðgaðan kakalofn, Jón“ (Benedikt Gröndal
1954: 116).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 342