Skírnir - 01.09.2017, Page 58
menningar sem slíkri, heldur þeim afgerandi skilum — eins konar
menningarlegri eðlishyggju — sem menningarleg þjóðernishyggja
telur oft og tíðum að skilji á milli þjóða. Við innreið nútímans og
upplausn þeirra staðbundnu og stöðubundnu samfélaga sem mót -
uðu líf einstaklinga varð þjóðin grundvöllur réttinda og samstöðu,
samfélag mitt á milli einstaklingsins og mannkynsins alls. Sam-
kvæmt Kohn skipti máli að í löndum á borð við England og Frakk-
land var til staðar sterk millistétt og konungsríki sem þurfti fyrst
og fremst að endurskipuleggja, en í því sem síðar varð Þýskaland
og víðast í löndum Austur-Evrópu var millistéttin veik og ríkja-
kerfið á skjön við þjóðernishugmyndir. Að mati Kohns skipti þó sú
hugmynd um þjóðina, sem ólík þjóðernishyggja lagði upp með,
meira máli. Hin „vestræna“ hugmynd um þjóðina lagði áherslu á
hið almenna eða sammannlega, skynsemishyggju og að einstak-
lingurinn hefði sig yfir aðstæður sínar í nafni heildarinnar, en hin
„austræna“ lagði aftur á móti upp með sértækar og afmarkaðar
sjálfsmyndir þjóða, tilfinningaleg tengsl við fortíðina og þróun eða
þroska þjóðmenningar. Samkvæmt Kohn eru borgararéttindi
grund völlur að hinni „vestrænu“ hugmynd um þjóðina, sem er
félags leg og pólitísk í eðli sínu og byggist á vilja og samningum.
Hin „austræna“ hugmynd um þjóðina byggist á samstöðu og sjálfs -
mynd á „hálf-náttúrlegum staðreyndum“ handan stjórnmála og
vilja einstaklinga. Í stað borgararéttinda kemur menning eða þjóð -
menning.
Það er vel þekkt staðreynd að þjóðernishyggja, líkt og iðnvæð -
ing, birtist ekki alls staðar á sama tíma, heldur barst hún um heim-
inn með ójöfnum hætti. Efnahagslegar og pólitískar breytingar í
Bretlandi og Frakklandi við lok átjándu aldar skiptu heiminum upp
í þau lönd sem voru „á undan“ og þau sem voru „á eftir“. Þessi mis-
munandi staða ríkja eða svæða og það valdaójafnvægi og saman-
burður sem því fylgdi, er að margra mati ein af meginuppsprettum
þjóðernishyggju (sjá t.d. Bendix 1978). Þjóðernishyggja, segir t.d.
sagnfræðingurinn Gregory Jusdanis (2001: 92), „felur í sér viður-
kenningu og viðbrögð við þeirri þörf að afrita stofnanir ráðandi
afla“. Þjóðernishyggja leggur því áherslu á það sem er sérstakt,
322 birgir hermannsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 322