Skírnir - 01.09.2017, Page 140
látin bíða í norskum höfnum þar sem þeim yrði ekki til tafar þótt ís
kynni að teppa dönsku sundin. Til Íslands þótti ófært að sigla fyrr
en undir vor, þegar dag var farið að lengja. En að þessu sinni hafði
ís lokað öllum leiðum. Skipin urðu flest frá að hverfa; Suðurlands-
skipið, sem ætlað var að birgja Eyrarbakka og Vestmannaeyjar,
týndist í ísnum, en Snæfellsnesskipinu Helleflynderen — Heilag-
fiskinu — tókst að ná áfangastað undir Arnarstapa. Þar réð ríkjum
Hans Hjaltalín, ungur maður frá Rauðará suður á Seltjarnarnesi, og
bar virðingarheitið kaupmaður, en að innlendur maður kæmist í
slíka stöðu var nánast einsdæmi. Hann var þó ekki sjálfs sín herra
heldur verslunarstjóri hjá konungsversluninni, því ríkisrekna versl-
unarfyrirtæki sem á þessum árum var eini snertiflötur atvinnulífs-
ins á Íslandi við umheiminn. Ef skip kæmi á Arnarstapa hafði Hans
ströng fyrrimæli um að hefja ekki uppskipun fyrr en Jón Arnórsson
sýslumaður kæmi til. Hraðboði var því sendur af stað — gangandi
því að löngu var orðið hestlaust undir Jökli — um leið og segl kaup-
skipsins birtust við hafsbrún, og annar suður að Bessastöðum að
koma boðum til Thodals stiftamtmanns. Menn vissu að vegna haf-
íssins væri hæpið um siglingu þar um slóðir, en nú reið á að fá skjót
viðbrögð frá Kaupmannahöfn við hörmungunum sem yfir landið
gengu.
Þegar sýslumaður kom á vettvang leyfði hann uppskipun á
þriðjungi farmsins, og yrði það að duga líka fyrir verslunarumdæmi
Búða og Ólafsvíkur. Nokkru minna skyldi flytja út í Flatey, sem
var verslunarstaður Barðstrendinga, en afganginn í Stykkishólm
þangað sem verslun var sótt úr Dalasýslu auk nærsveitanna. Versl-
unarstjórum var uppálagt að miðla lágmarksskammti matvara til
hvers húsráðanda án endurgjalds, en fjölmenn heimili og vel stæð
máttu fá aukaskammt færðan til skuldar. Heimilislaust aðkomufólk
taldist ekki til viðskiptavina verslunarinnar og varð að leita á náðir
hinna sem fengu úttekt.
Enn var hraðboði sendur til móts við stiftamtmann að láta hann
vita að hægt yrði að ná sambandi við kaupskipið þegar það kæmi í
Hólminn. Þangað var Heilagfiskið varla fyrr komið en þeir birtust
báðir tveir í eigin persónu, Thodal gamli stiftamtmaður og Ólafur
404 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 404