Skírnir - 01.09.2017, Page 144
sveitaheimilum skorti karlmenn bæði þrek og nesti til að leita sér at-
vinnu við sjóróðra, a.m.k. ef um langan veg var að sækja. Auk þess
brást vertíðarafli syðra og vestra þótt róið væri, en norðanlands
lagðist að hafís sem bæði hamlaði sjóróðrum og tafði komu kaup-
skipa fram eftir sumri. Annars staðar kom siglingin í júní, og létti þá
hungursneyðinni í bili — á þeim heimilum sem höfðu tök á að nálg-
ast matvæli úr kaupstað. Sem var reyndar þrautin þyngri; í heysk-
ortinum höfðu hestar þurft að bjarga sér á útigangi og fjölmargir
horfallið (þeir sem ekki voru etnir), en hinir ófærir til langferða sem
eftir lifðu; og langsoltið fólkið var ekki miklu betur á sig komið til
að bera heim björgina. Sumarið varð líka kalt, eins og jafnan í haf-
ísárum, grassprettan eftir því, og að sama skapi náði búféð sér seint
eftir þrengingar vetrarins, það sem þó hjarði. Betur sett heimili, sem
ekki höfðu þurft að éta upp bústofn sinn, höfðu samt nokkra mjólk
að lifa af síðari hluta sumars, og af henni náði fólkið kröftum til að
afla nokkurra heyja, jafnvel róa til fiskjar þar sem stutt var að sækja.
En lítið varð um endurbyggingu þeirra fjölmörgu bæjarhúsa sem
skemmdust eða hrundu til grunna á Suðurlandi í jarðskjálfta sem
elstu menn mundu ekki annan þvílíkan.
Þetta voru síðustu fréttir sem bárust til Kaupmannahafnar
haustið 1784. Á grundvelli þeirra var ákveðið að senda skipin sex til
Noregs, því að fyrirsjáanlega yrði hungursneyð á Íslandi að vori,
og riði á að koma þangað mat sem allra fyrst. En meira þyrfti til —
og hvað? Svartsýnustu menn efuðust um að búseta ætti framtíð fyrir
sér á þessu volaða landi, og kannski væri það mannúðarskylda Dana
að undirbúa brottflutning þeirra sem með Guðs hjálp myndu tóra
af annan vetur þessara voðalegu harðinda. Þessi hugmynd var Ís-
lendingum lítt að skapi, þeim sem að málinu komu, og voru þeir
fljótir að skjóta hana í kaf, Jón Eiríksson og Skúli fógeti. Skúli
skrifaði sérstaka greinargerð til að sýna fram að jafnvel þótt ekki
lifðu eftir nema 10–20 þúsund manns, af yfir 40 þúsund Íslend-
ingum við upphaf harðindanna, þá væri óviðráðanlegt að koma
þeim úr landi og nær að flytja þeim vistir frá Danmörku.7
408 helgi skúli kjartansson skírnir
7 Greinargerð Skúla er raunveruleg, viðbragð við hugmyndum sem traustar heim-
ildir greina frá þótt ekki væru þær komnar á svo formlegt stig að vera færðar til
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 408