Skírnir - 01.09.2017, Page 245
509samskipti íslands og japans …
desember 1956 var undirritað í Stokkhólmi samkomulag milli Íslands og Jap-
ans um stjórnmálasamband. Japanskur sendiherra með búsetu í Stokkhólmi
afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf 20. maí 1958. Magnús V. Magnússon var
skipaður sendiherra Íslands í Tókýó með búsetu í Stokkhólmi en dregið var
fram á árið 1960 að hann færi til Japans. Magnús afhenti Japanskeisara
trúnaðarbréf sitt 26. maí 1960. (Pétur J. Thorsteinsson 1992, III: 1067)
Fyrsti sendiherra Japans á Íslandi var Shigenobu Shima sem hafði
aðsetur í Stokkhólmi en kom til landsins í maí 1958 til að afhenda
Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi forseta trúnaðarbréf sitt. Öll helstu
dagblöð birtu stutta tilkynningu um efnið frá skrifstofu forseta, en
ekki var fjallað frekar um málið og engin viðtöl virðast hafa verið
tekin við sendiherrann af þessu tilefni. Magnús V. Magnússon af-
henti trúnaðarbréf sitt í Japan árið 1960. Ekkert virðist heldur fjallað
um þann viðburð í íslenskum fjölmiðlum, en eftir heimkomuna
skrifaði Magnús ítarlegt bréf til utanríkisráðherra, Guðmundar Í.
Guðmundssonar um Japansförina.13 Magnús kom til Tókýó 17. maí
1960 og dvaldist í landinu til 4. júní. Aðstæður voru þá mjög óvenju-
legar þar sem harðorðar deilur áttu sér stað í japanska þinginu vegna
fullgildingar öryggissáttmála Japans við Bandaríkin. Umhverfis
þinghúsið geisuðu ein mestu mótmæli Japanssögunnar þar sem á
bilinu 100–200 þúsund herstöðvaandstæðinga, friðarsinna og há-
skólanema tóku þátt.14 Mótmælin náðu hámarki í maí og júní og
því var ekki hlaupið að því fyrir Magnús að fá fundi með æðstu
embættismönnum. Hann náði þó að hitta bæði utanríkis- og vara-
utanríkisráðherra og Shigenobu Shima, fyrrverandi sendiherra Jap-
ana á Íslandi, sem sýndi honum mikla gestrisni. Að morgni 26. maí
afhenti Magnús Japanskeisara trúnaðarbréf sitt. Í bréfi sínu til ut-
anríkisráðherra ritar Magnús:
Kl. 10 næsta morgun kom siðameistarinn og sótti mig. Ókum við frá hót-
elinu í gömlum Rolls Royce bíl, smíðaár 1936, en á undan og eftir fóru
skírnir
13 ÞÍ utanríkisráðuneyti. 1996, B/108-8, Bréf frá sendiráði Íslands í Stokkhólmi til
utanríkisráðherra, Nr. 265. „Afhending trúnaðarbréfs í Tokyo“, 20. júní 1960.
14 Eisenhower Bandaríkjaforseti ætlaði að vera viðstaddur undirskrift sáttmálans í
Tókýó 19. júní en varð að hætta við heimsóknina vegna mótmælanna. Heim-
sóknin hefði orðið fyrsta heimsókn sitjandi Bandaríkjaforseta til Japans, sjá
Gordon 2003: 276–279.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 509