Skírnir - 01.09.2017, Page 200
[V]ið hefðum bara átt að vera heiðin áfram, þá værum við að minnsta kosti
heiðarleg … (64–65)25
Andstæðurnar eru ekki settar fram að ástæðulausu. Sögumaðurinn
fellur vel að órakenndu efni þriðja hluta og sterk vensl eru á milli
lokahluta bókarinnar og þess söguheims sem sögumaður hans
sprettur úr. Séu fornsögurnar gaumgæfðar má sjá að þær „innihalda
sumt af beinskeyttu raunsæi Íslendingasagna en samlaga það lipur-
lega órakenndum uppákomum, yfirnáttúrulegum verum og fjölda
Annarra Heima“ (Leslie 2009: 119).26 Þar höfum við skarpa and -
stæðu milli „þessa heims“ eins og við þekkjum hann og „annars
heims“. Í þessa reiti falla jafnframt önnur andstæðupör á borð við
Náttúrulegur/Yfirnáttúrulegur, Raunsær/Órakenndur, Sami/Hinn
og svo framvegis. Hugtakinu Hinn eða Annar (e. the Other) er
skipað í andstöðu við gildið Sami eða Samur. Því hefur verið beitt í
kvennafræðum (De Beauvoir o.fl.); sálgreiningu (Lacan); kyn-
jafræðum (Butler) og eftirlendufræðum (Said/Bhabha) svo nokkuð
sé nefnt, og alltaf undir þeim formerkjum að talað sé um jaðraða
hópa, þegar ræða á eitthvað sem þykir ekki „rétt/eðlilegt/hefð -
bundið“ og það er þess vegna sem Óðinn er kjörinn sögumaður
þriðja hluta. Hann er „annar“, meginandstæða þess hugmyndakerfis
sem hefur verið rakið í Handbók um hugarfar kúa, hugmyndakerfi
hins rökþenkjandi weberíska kristna kapítalisma. Óðinn, æðsta goð
heiðinnar trúar, er aðgerðarsinni okkar tíma og veggspjaldabarn
„annars konar“ hugsunarháttar.
464 kjartan már ómarsson skírnir
25 Og dæmin eru fleiri: „[K]ristnin breytti þó því að hún eyðilagði náttúruna sem
var hér í norðrinu með einhver abstrakt hugtök um gott og illt, grísk-rómversk
hugtök um synd og hið innra og ytra, sál og líkama, frelsi og skít og í raun og veru,
ef maður skoðaði þetta utanfrá, var engu líkara en um menningarslys væri að
ræða“ (65); [H]eiðingjarnir voru hreinni en við því þeir þekktu ekki til þess
gæðamats mannlegra tilfinninga sem kristnin innleiddi með tilheyrandi
skömm …“ (65); [H]eiðnin hafði mun skýrari línur, því annað hvort var maður
í samfélaginu og var manneskja, eða maður var utan við samfélagið og var jötunn
…“ (66).
26 Þýðing KMÓ.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 464