Skírnir - 01.09.2017, Page 156
að eiga við sauðféð sem hægt er að beita á lyngmóana að miklu leyti
árið um kring, auk þess sem brátt ræktast upp þokkalegir engja-
blettir þar sem féð er haft í kvíum og nátthögum. Í fyrstu eru öll
gerði hlaðin úr grjóti og færð úr stað með ærinni fyrirhöfn til að
græða upp engjarnar, uns færikvíar úr viði létta erfiðinu af grjót -
hleðslumönnum. Fært er frá ánum, og hafa Íslendingar lengi sinn
hátt á að hagnýta málnytuna, en sauðasmjörið er nú haft með
soðnum kartöflum, ekki börðum harðfiski.
„Engi er akurs móðir,“ segja Danir, því að akuryrkja gekk aldrei
vel án búfjáráburðar, og til búfjárhalds þurfti bæði bithaga og engi
til heyskapar. Íslendingar voru því vanir að heiman að hafa sauðatað
í eldinn, en nú lærist þeim að elda við þurrkað heiðatorf (á heiðun -
um fannst ekki mór svo að menn brenndu fyrst lyngið og stungu svo
upp grassvörð, þurrkuðu og brenndu) og blanda öskunni, bæði af
lyngi og torfi, við sauðataðið til að drýgja áburðinn. Þannig rækta
þeir kartöflur með góðum árangri, síðan einnig rúg og bygg þegar
þeir hafa lært þau vinnubrögð.
Fyrir Þjóðverjana á Alheiði, upphaflega um þúsund manns,
hafði strax verið reist kirkja miðsvæðis milli þorpanna og ráðnir
tveir prestar til þjónustu á ríkisins kostnað. Þeir þurftu að vera
þýskumælandi, annar lútherskur og hinn kalvínskur, því að inn-
flytjendurnir voru mótmælendur af ólíkum kirkjudeildum. Nú
þurfti hliðstæða úrlausn fyrir Íslendingabyggðina, tvöþúsund manns
á yfir 200 sveitaheimilum. Það var vel á við alla Vestur-Skafta-
fellssýslu eins og hún hafði verið fyrir Móðuharðindi, en þar voru
þá fimm prestar og þjónuðu tíu sóknarkirkjum.
Hér þurfti mikilla ráðagerða við sem kirkjustjórnarráðið í Kaup-
mannahöfn stóð fyrir, en af Íslendingum var einkum leitað ráða
Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups. Nú stóð svo á að meðal Ís-
lendinganna, sem bjargað var á Jótlandsheiðar, voru ekki færri en
ellefu prestar og þrír að auki sem höfðu lært til prests. Til bráða -
birgða var fjórum prestanna falið, gegn nokkurri þóknun úr kon-
ungssjóði, að annast sálusorgun meðal landa sinna: húsvitja, skíra,
gifta og grafa — sem var gert í kirkjugarði Þjóðverjanna. Á öðru
sumri lagði konungur fram timbur sem nægði í þrjár torfkirkjur að
íslenskum hætti, og var byggingarvinnunni jafnað niður á verkfæra
420 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 420