Skírnir - 01.09.2017, Page 128
sig af frá umheiminum. Og sem „forráðamenn“ sektarinnar semji
þeir ný hugtök til að breiða yfir vandann í stað þess að takast á við
hann (Bruckner 2008: 204–206).22
Ályktunin sem Bruckner dregur af greiningu sinni er sú að það
sé „ekki frumskylda lýðræðisins að benda stöðugt á illskuverk
fortíðarinnar, heldur á brotalamir samtímans […] Slæm samviska á
einnig sitt erindi í Teheran, Riyadh, Karachi, Moskvu, Beijing, Ha-
vana, Caracas, Alsír, Damaskus, Harare og Kartúm, svo nokkrir
staðir séu nefndir, sem myndi gera bæði ríkisstjórnum en sérstak-
lega þjóðunum gott“ (Bruckner 2008: 228). Þetta sé eitthvað sem
margur fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar eigi erfitt með að gangast við,
hvað þá við sjálfræði, ábyrgð og sekt fulltrúa minnihlutahópa og
þriðja heimsins sem þeir séu allir vel færir um að bera. Íbúar Vest-
urlanda þurfi að láta af forræðishyggju sinni með því að sleppa tak-
inu af eigin sektarkennd og gangast við því að samviskan og sam -
viskubitið séu sammannlegur veruleiki. Guðfræðileg skírskotun
Bruckners er áhugaverð því hann setur með henni umræðuna um
pólitískan rétttrúnað í trúarlegt samhengi þar sem spennan milli
trúar og verka er greinileg.
Í bók sálfræðingsins og heimspekingsins Carlos Strenger Zivil-
isierte Verachtung (Siðfáguð fyrirlitning) er að finna svipaða grein-
ingu á pólitískum rétttrúnaði en öllu lágstemmdari. Fjallað er um
erfiðleika vestrænna menntamanna við að gera grein fyrir og verja
gildi vestrænna samfélaga og beita til þess þeirri gagnrýni sem
upplýsingarstefnan gerir fyrst mögulega. Þeir standi frekar orðlausir
þegar bókstafstrúarmenn ráðist á mjög svo ógeðfelldan hátt á
grunngildi vestrænna samfélaga. Í formála segir höfundur að bókin
sé ekki einvörðungu samin vegna þeirra spurninga sem m.a. fjölda-
morð íslamskra hryðjuverkamanna í París á starfsmönnum háðs -
tímaritsins Charlie Hebdo í janúar 2015 vekja og þess að öfga -
flokkum vaxi víða ásmegin, heldur í ljósi þess að á Vesturlöndum sé
nú sótt að tjáningarfrelsinu úr ólíkum áttum (Strenger 2015: 7–8).
Strenger grundvallar umfjöllun sína á sjálfræði einstaklingsins og
392 sigurjón árni eyjólfsson skírnir
22 Slavoj Žižek (2016a, 2016b) er óþreytandi í gagnrýni sinni á þennan þátt í stjórn-
málaumræðu samtímans.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 392