Skírnir - 01.09.2017, Page 244
hafi orðið á milli landanna af þeim sökum. Viðskiptasamningnum
milli Íslands og Bandaríkjanna frá 1943 var þó breytt í Reykjavík í
júlí 1948 þannig að bestukjarameðferð fyrir bandarískar vörur næði
einnig til Japans og annarra hernuminna svæða. Var sá samningur í
gildi til ársins 1970 þegar Ísland gerðist aðili að GATT (Pétur J.
Thorsteinsson 1992, I: 434–435).
Formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Japans
árið 1956 og var það hið fyrsta sinnar tegundar sem Ísland gerði við
Austur-Asíuríki.11 Japanir áttu frumkvæði að því að ræða stjórn-
málasamband landanna en það var sendiherra Japans á Norður-
löndum, Shiroji Yuki, sem fyrst bryddaði upp á þessu umræðuefni
í nóvember 1953. Það gerði hann við dr. Helga P. Briem, sendiherra
Íslands, en báðir höfðu þeir aðsetur í Stokkhólmi. Í bréfi til utan-
ríkisráðuneytisins ritar Helgi um fund sinn með Yuki, en fundur-
inn hófst á því að ræða landhelgisdeilu sem Japanir áttu í um þessar
mundir: „Ég fann samt, að honum lá einnig annað á hjarta og er við
kvöddumst, spurði hann mig, hvort ég áliti að Íslendingar hefðu
eitthvað á móti Japönum úr því þeir hafi ekki stofnað til diplóma-
tísks sambands við þá.“12 Helgi kvað það fjarri lagi og fullvissaði
Yuki um að Íslendingar bæru „einlægan velvildarhug“ til Japana.
Helgi útskýrði jafnframt að þjóðin væri svo fámenn að Ísland ætti
aðeins sendiherra á fáum stöðum „og þeir væru skipaðir í þeim
löndum, sem við verzlum mest við og séu næst okkur“. Japanski
sendiherrann sagði að sér „létti mikið við að heyra þetta, því hann
hafi brotið heilann um þetta mál“. Því næst hafði sendiherrann
beðið Helga að skoða tillöguna þar sem „[j]apönsku stjórnina
langaði til að hafa vinsamlegt og formellt samband við sem flestar
þjóðir“. Japanir tóku málið upp að nýju þremur árum síðar og þá
voru undirtektir aðrar:
Japanskur sendiherra í Stokkhólmi tók stjórnmálasambandsmálið upp aftur
sumarið 1956 eftir að Magnús V. Magnússon var orðinn sendiherra í
Svíþjóð. Að þessu sinni var ákveðið að veita Japönum jákvæð svör og 8.
508 kristín ingvarsdóttir skírnir
11 Ísland hafði áður gert samninga við Íran og Ísrael.
12 Skjalasafn utanríkisráðuneytis: 5.B.24, dags. 21.11.1953: Nr. 305. „Diplomatiskt
samband við Japan“, 13. nóvember 1953.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 508