Saga - 2009, Side 55
1969, 1970–1976, 1977–1985, 1986–1992.21 Sam kvæmt þessu hófst
sjö unda sveiflan árið 1993 með kröftugu hagvaxtarskeiði sem stóð,
að undanskildum smávægilegum afturkipp 2002, allt til efnahags-
hrunsins 2008.
Hagfræðingar hafa sýnt fram á að Íslendingar hafa marga und-
anfarna áratugi búið við meiri hagsveiflur en flestar þjóðir evrópu
og þótt víðar væri leitað. Landsframleiðsla og aðrar hagstærðir eins
og útflutningur eru breytilegri en í flestum löndum sem við berum
okkur saman við.22 Rannsóknir hafa líka sýnt að sveiflur í útflutn-
ingsverðmæti og landsframleiðslu fylgja hagsveiflum í evrópu að -
eins að nokkru leyti vegna þess hve vægi sjávarútvegs hefur verið
mikið í atvinnulífi.23 Flest bendir til þess að Ísland hafi einnig haft
þessa sérstöðu fyrr á tímum og að hér hafi verið dýpri hagsveiflur
en í nálægum löndum.
Tafla 1 rennir stoðum undir þessa tilgátu, en hún sýnir að hag-
vöxtur var yfirleitt breytilegri hér á landi en í samanburðarlöndum
á hinu langa tímaskeiði 1870 til 2000. Á tímabilinu 1871–1914 var
breytileikinn á Íslandi vel yfir meðallagi og á tímabilinu 1920–1939
sá næstmesti á eftir Þýskalandi. eftir síðari heimsstyrjöld trónir Ís -
land á toppnum; staðalfrávikið hér er 5,3 en 1,6–3,5 í öðrum löndum
1950–1973. Á síðasta fjórðungi aldarinnar voru sveiflur í hagvexti
mestar á Ísland og Finnlandi; staðalfrávikið er í báðum löndum 3,0
en 1,7–2,3 í öðrum löndum. Tafla 1 sýnir einnig athyglisverðar
niðurstöður varðandi þróun hagsveiflna á Íslandi frá einu tímabili
til annars. Sveiflur voru minnstar fyrir 1914, en tímabilið 1914–1950
sker sig úr öðrum tímabilum vegna voldugra sveiflna bæði upp og
niður; síðan dregur úr sveiflum eftir 1950 og enn frekar á síðasta
fjórðungi aldarinnar. Íslandi fór að svipa meir til annarra landa.
efnahagskreppur á íslandi 1870–2000 55
21 Sigurður Snævarr, HaglýsingÍslands(Reykjavík 1993), bls. 51–54.
22 Guðmundur Gunnarsson, „Sveiflur í landsframleiðslu og útflutningi og saman-
burður við önnur lönd“, FjármálatíðindiXXXIX:1 (1992), bls. 63–67. — Palle S.
Andersen og Már Guðmundsson, „Inflation and Disinflation in Iceland“,
WorkingPapersNo.1. Central Bank of Iceland (Reykjavík 1998), bls. 31–32. —
Helgi Tómasson, AnalysisoftheStabilityandCyclicalPropertiesofEconomicGrowth
inOECDCountries.ADescriptionofthePeriod1961–1989 (Reykjavík 1991).
23 Axel Hall, Sveinn Agnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Sigurður Ingólfsson,
Gylfi Magnússon og Gylfi Zoëga, „eMU and the Icelandic Labour Market“,
MacroeconomicPolicy. Iceland in anEra ofGlobal Integration. Ritstj. Már Guð -
mundsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Gylfi Zoëga (Reykjavík 2000), bls.
122–130.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 55