Saga - 2009, Page 80
sögunnar í máli og myndum, ekki samkynhneigð eða samheiti þess
heldur.
Í nokkrum sérhæfðum rannsóknarritum hefur íslensk saga til-
finninga og þar með tilfinningaréttar komist eitthvað á prent. Þar
má til dæmis benda á rit eftir dansk-ameríska miðaldafræðinginn
Jenny Jochens um íslenska kvennasögu,12 rit Lofts Guttormssonar
um barnauppeldi,13 doktorsritgerð Más Jónssonar,14 bók eftir Sig -
urð Gylfa Magnússon15 og doktorsritgerð Auðar Magnús dótt ur.16
en tilfinningalífið er enn afar lítið komið þangað sem það á mest
erindi, í hina viðurkenndu Íslandssögu sem birtist einkum í yfir-
litsritum og námsbókum.
Tilfinningarétturílögfræði
Tilfinningaréttur er réttarhugtak og því er skynsamlegt að byrja á
að kanna hvort lögfræðingar hafa fundið honum stað í hugtaka-
kerfi sínu. Skemmst er frá því að segja að orðið virðist ekki vera til
í íslensku fram að þessu. Í ritmálssafni orðabókar Háskólans er
talsvert á þriðja hundrað orða sett saman með tilfinninga-eða til-
finningar-að fyrri lið, frá tilfinningaaðildað tilfinningaörbirgð, en þar
er ekki tilfinningaréttur, tilfinningafrelsi né nokkurt orð sem virðist
geta haft svipaða merkingu.17 Að vísu er það engin endanleg sönn-
un þess að orðið komi ekki fyrir á prenti, enda er þar ekki heldur að
finna orðið tilfinningagreind sem hefur verið tískuhugtak í uppeld-
is- og kennslufræðum síðustu árin.
gunnar karlsson80
12 Jenny Jochens, „Before the Male Gaze. The Absence of the Female Body in old
Norse“, SexintheMiddleAges.ABookofEssays. Ritstj. Joyce e. Salisbury (New
york 1991), bls. 3–29. — Jenny Jochens, „From Libel to Lament: Male
Manifestations of Love in old Norse.“ From Sagas to Society (enfield Lock
1992), bls. 247–264. — Jenny Jochens, WomeninOldNorseSociety(Ithaca 1995),
bls. 17–97.
13 Loftur Guttormsson, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun til
félagslegrar og lýðfræðilegrar greiningar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 10
(Reykjavík 1983), einkum bls. 133–185.
14 Már Jónsson, BlóðskömmáÍslandi1270–1870(Reykjavík 1993).
15 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku
sveitasamfélagi19.og20.aldar.Sagnfræðirannsóknir 13 (Reykjavík 1997), bls.
165–264.
16 Auður Magnúsdóttir, Frillorochfruar.PolitikochsamlevnadpåIsland1120–1400
(Göteborg 2001), einkum bls. 52–59, 119–127, 147–153.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 80