Saga


Saga - 2009, Page 236

Saga - 2009, Page 236
Guðmundur Magnússon, NÝJA ÍSLAND — LISTIN AÐ TÝNA SJÁLF- UM SÉR. JPV útgáfa. Reykjavík 2008. 221 bls. Myndir, tilvísanaskrá, myndaskrá. „Þegar höfundur þessarar bókar var að vaxa úr grasi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var það almenn tilfinning manna að stéttamunur fyrir - fyndist varla á Íslandi.“ Þannig hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræð - ingur og blaðamaður, sögu sem fjallar um mýtuna um hið stéttlausa sam- félag á Íslandi og hvernig hún hefur glatast frá því á tíunda áratugnum. Guðmundur kallar mýtuna, þessa tilfinningu sem hann lýsir í upphafi, jafnaðarandann og telur hann hafa verið ríkjandi hugsjón á Íslandi, boðaða af öllum málsmetandi mönnum fram á tíunda áratuginn. Bók hans er nýstárlegt framlag til hugmyndasögu Íslendinga en einnig samfélagsádeila þar sem höfundur reynir að fóta sig í atburðarás líðandi stundar. Guðmundur færir ýmis rök fyrir tilvist jafnaðarandans fyrr á tímum án þess þó að halda því fram að ekkert misrétti hafi verið á Íslandi. Vísar hann m.a. í kumpánaskap alþýðufólks við erlenda gesti; óformleg samskipti fyrir - menna og alþýðufólks; hvers konar málvenjur, svo sem skort á þérunum; minningargreinar í dagblöðum; skoðanakannanir og félagsfræðirannsóknir, t.d. bók Richards F. Tomasson frá áttunda áratugnum. Guðmundur nefnir dæmi um andóf gegn því að ríkt fólk hópaðist saman í hverfi á sjöunda ára- tugnum og telur þau „sýna þá viðkvæmni sem var á þessum árum og oft síðar fyrir allri hreyfingu, ímyndaðri sem raunverulegri, í þá átt að draga fólk í dilka eftir stöðu og efnahag“ (bls. 19). Hvergi reynir hann þó að halda því fram að jafnréttið hafi verið algjört heldur hafi ýmiss konar menning- arlegur og efnahagslegur munur verið á fólki. Samt sem áður finnst honum greinilega að mýtan hafi átt við einhver rök að styðjast. „Veruleikinn sem fólk upplifði frá degi til dags var hinn sami“ (bls. 18). Hann vitnar einnig í saman - burð útlendinga sem ílentust á Íslandi. Ingeborg einarsson læknisfrú bendir í bréfi frá 1962 á að erlendis lifi hástétta- og lágstéttafólk í tveimur mismun- andi heimum. „Þetta er ekki til hér á landi og hefur ekki verið“ (bls. 24). Nokkur slagsíða er á tilvitnunum sem eru til marks um jafnaðarand- ann. Þar er mun frekar vitnað í borgaralega stjórnmálamenn og fólk til hægri í stjórnmálum, en þó finnur höfundur einnig dæmi um þessi viðhorf í Þjóðviljanum (sjá t.d. bls. 15–16). Á hinn bóginn skortir nokkuð á að gerð sér grein fyrir tilraunum til að draga mýtuna í efa, sem líkast til væri eink- um að finna á vinstri væng stjórnmálanna. Höfundur tekst ekki á við gagnrýna pólitíska umræðu frá þessum tíma, en vera má að hún hefði rennt stoðum undir kenningu hans frekar en hitt. Í ræðu frá 1962 víkur Brynjólfur Bjarnason t.d. að „veikleika íslenzks auðvalds“ sem sé „nauðugur einn kostur að beita ríkisvaldinu fyrir sig í miklu ríkara mæli en tíðkast í flest- um auðvaldslöndum“ (sjá Með­storminn­í­fangið II, Reykjavík 1973, bls. 209). Meira að segja þeir sem gagnrýndu stéttaandstæður á Íslandi virðast stund- um hafa tekið undir þá hugmynd að þær væru meiri víða annars staðar. ritdómar236 Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.