Saga - 2009, Blaðsíða 236
Guðmundur Magnússon, NÝJA ÍSLAND — LISTIN AÐ TÝNA SJÁLF-
UM SÉR. JPV útgáfa. Reykjavík 2008. 221 bls. Myndir, tilvísanaskrá,
myndaskrá.
„Þegar höfundur þessarar bókar var að vaxa úr grasi á sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar var það almenn tilfinning manna að stéttamunur fyrir -
fyndist varla á Íslandi.“ Þannig hefur Guðmundur Magnússon, sagnfræð -
ingur og blaðamaður, sögu sem fjallar um mýtuna um hið stéttlausa sam-
félag á Íslandi og hvernig hún hefur glatast frá því á tíunda áratugnum.
Guðmundur kallar mýtuna, þessa tilfinningu sem hann lýsir í upphafi,
jafnaðarandann og telur hann hafa verið ríkjandi hugsjón á Íslandi, boðaða
af öllum málsmetandi mönnum fram á tíunda áratuginn. Bók hans er
nýstárlegt framlag til hugmyndasögu Íslendinga en einnig samfélagsádeila
þar sem höfundur reynir að fóta sig í atburðarás líðandi stundar.
Guðmundur færir ýmis rök fyrir tilvist jafnaðarandans fyrr á tímum án
þess þó að halda því fram að ekkert misrétti hafi verið á Íslandi. Vísar hann
m.a. í kumpánaskap alþýðufólks við erlenda gesti; óformleg samskipti fyrir -
menna og alþýðufólks; hvers konar málvenjur, svo sem skort á þérunum;
minningargreinar í dagblöðum; skoðanakannanir og félagsfræðirannsóknir,
t.d. bók Richards F. Tomasson frá áttunda áratugnum. Guðmundur nefnir
dæmi um andóf gegn því að ríkt fólk hópaðist saman í hverfi á sjöunda ára-
tugnum og telur þau „sýna þá viðkvæmni sem var á þessum árum og oft
síðar fyrir allri hreyfingu, ímyndaðri sem raunverulegri, í þá átt að draga
fólk í dilka eftir stöðu og efnahag“ (bls. 19). Hvergi reynir hann þó að halda
því fram að jafnréttið hafi verið algjört heldur hafi ýmiss konar menning-
arlegur og efnahagslegur munur verið á fólki. Samt sem áður finnst honum
greinilega að mýtan hafi átt við einhver rök að styðjast. „Veruleikinn sem fólk
upplifði frá degi til dags var hinn sami“ (bls. 18). Hann vitnar einnig í saman -
burð útlendinga sem ílentust á Íslandi. Ingeborg einarsson læknisfrú bendir
í bréfi frá 1962 á að erlendis lifi hástétta- og lágstéttafólk í tveimur mismun-
andi heimum. „Þetta er ekki til hér á landi og hefur ekki verið“ (bls. 24).
Nokkur slagsíða er á tilvitnunum sem eru til marks um jafnaðarand-
ann. Þar er mun frekar vitnað í borgaralega stjórnmálamenn og fólk til
hægri í stjórnmálum, en þó finnur höfundur einnig dæmi um þessi viðhorf
í Þjóðviljanum (sjá t.d. bls. 15–16). Á hinn bóginn skortir nokkuð á að gerð
sér grein fyrir tilraunum til að draga mýtuna í efa, sem líkast til væri eink-
um að finna á vinstri væng stjórnmálanna. Höfundur tekst ekki á við
gagnrýna pólitíska umræðu frá þessum tíma, en vera má að hún hefði rennt
stoðum undir kenningu hans frekar en hitt. Í ræðu frá 1962 víkur Brynjólfur
Bjarnason t.d. að „veikleika íslenzks auðvalds“ sem sé „nauðugur einn
kostur að beita ríkisvaldinu fyrir sig í miklu ríkara mæli en tíðkast í flest-
um auðvaldslöndum“ (sjá Meðstorminnífangið II, Reykjavík 1973, bls. 209).
Meira að segja þeir sem gagnrýndu stéttaandstæður á Íslandi virðast stund-
um hafa tekið undir þá hugmynd að þær væru meiri víða annars staðar.
ritdómar236
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 236