Saga - 2011, Qupperneq 97
Þannig hafa fræðimenn sem rætt hafa um mótun íslensks
þjóðernis litið framhjá áhrifum hins nýhúmaníska viðhorfs klassís-
ista til umræðunnar um íslenskt þjóðerni.126 Fornaldaraðdáun Ís -
lendinga á 19. öld og hugmyndir þeirra um endurreisn íslenskrar
grísk-rómversk arfleifð … 97
126 Þetta á við um þá tvo höfunda sem hafa rætt ítarlega um margþætt atriði
íslenskrar þjóðernisstefnu, þ.e. Guðmund Hálfdanarson og Gunnar Karlsson.
Fyrir utan þau rit Guðmundar sem nú þegar hefur verið vísað til, sjá „Hvað
gerir Íslendinga að þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóðern-
is“, Skírnir 170 (vor 1996), bls. 7–31. Fyrir utan þau rit Gunnars sem nú þegar
hefur verið vísað til, sjá „The Emergence of Icelandic Nationalism“, Ethnicity
and Nation Building in the Nordic World. Ritstj. Sven Tagil (Carbondale: Southern
Illinois University Press 1995), bls. 33–62; og „Sagan af þjóðríkismyndun
Íslendinga 1830–1944“, Saga XXXVIII (2000), bls. 109–134. Sjá einnig Ingi Sig -
urðs son, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf, bls. 122–156; Birgir Hermannsson,
Understanding Nationalism. Studies in Icelandic Nationalism (Stockholm: Stoc holm
University 2005); Sigríður Mattíasdóttur, Hinn sanni Íslendingur — þjóðerni, kyn-
gervi og vald á Íslandi 1900–1930; Ragnheiður Kristjánsdóttir, „Rætur íslenskrar
þjóðernisstefnu“, Saga XXXIV (1996), bls. 153–161; Sverrir Jakobsson, „Hvers
konar þjóð voru Íslendingar á miðöldum?“ Skírnir 173 (vor 1999), bls. 111–140,
og Þórkatla Óskarsdóttir Helgason, Ideas of Nationality in Icelandic Poetry
1830–1874 (Edinburgh: University of Edinburgh 1982). Guðmundur Hálf -
danarson hefur þó fjallað um val á ákveðnum alþjóðlegum gildum og höfnun
á „barbarískum þjóðlegum“ formum, t.a.m. á sviði skáldskapar, þegar íslensk
þjóðmenning var í mótun. Sjá umræðu hans um höfnun Jónasar Hall gríms -
sonar á rímum Sigurðar Breið fjörð (Guðmundur Hálf danarson, „‘Leir skáld -
unum á ekkji að vera vært’: Um þjóðlega menningu og íslenska endurreisn“,
Skírnir 181 (haust 2007), bls. 327–340). Þá hefur Sveinn Yngvi Egilsson (Arfur
og umbylting) gert glögga grein fyrir blöndun klassískra og norrænna efnis-
atriða í rómantískum kveðskap 19. aldar, en hann tengir þá blöndun ekki beint
við þjóðernisum ræðuna eins og gert er í þessari ritgerð. Einnig hafa fræðimenn
fjallað um hugmyndir Fichtes og annarra prússneskra manna í upphafi 19. ald-
ar og borið þær saman við hugmyndir Íslendinga, sér í lagi hugmyndir Jóns
Aðils í upphafi 20. aldar (Sigríður Mattíasdóttir „Réttlæting þjóðernis. Saman -
burður á alþýðufyrirlestrum Jóns Aðils og hugmyndum Johanns Gottlieb
Fichte“, Skírnir 169 (vor 1995), bls. 36–64), en ég hef hvergi séð þess merki að
þeir hafi áttað sig á áhrifum nýhúmanískra hugmynda Wilhelms von Hum -
boldt á íslenska klassísista og mótun íslensks þjóðernis. Gunnar Harðarson
hefur þó réttilega bent á að nýhúmanisminn sé einn af mörgum blindrömmum
bak við söguna, án þess þó að útfæra nánar áhrif hans á íslenska þjóðmenningu
eða íslenska þjóðernisumræðu. Sjá „Blind ramminn bak við söguna og fleiri
skilagreinar“ (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2009), bls. 125–127 og 133–142. Um
muninn á viðhorfum von Humboldts og Fichtes, sjá David Sorkin, „Wilhelm
von Humboldt: The Theory and Practice of Self-Formation (Bildung),
1791–1810“, bls. 70–73. Sjá bls. 60–64 hér að framan.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 97