Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 115

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 115
Djúpborun í Bárðarbungu 1972 Það létti nokkuð biðina eftir bornum þegar flugvél á skíðum lenti á jöklinum snemma morguns 10. júní. Hér var á ferðinni Geir Garðarsson í DC-3 vél. Geir hafði komið á jökulinn með fyrsta hópnum því ráð- gert var að flytja borkjarnana með flugvél til Reykja- víkur, og kannaði hann þá lendingarskilyrði á jöklin- um og skipulagði braut þar sem vélin átti að lenda. Geir vildi með þessari ferð prófa bæði lendingu og flugtak áður en reynt yrði að fljúga með borkjarna. Með flugvélinni kom frítt föruneyti, tólf manna hóp- ur með Magnús Kjartansson, sem þá var iðnaðarráð- herra, og Sigurð Þórarinsson í broddi fylkingar. Flest- ir gestanna náðu að bregða sér upp á Grímsfjall, en Jökull-1 var ekki nema tæpa klukkustund að skjótast þangað á harðfenninu. Á svona dögum brunaði bíllinn 50 til 60 kílómetra á klukkustund. Víslarnir komust vart hraðar en 10 km/klst þegar gott færi var, en hins vegar seigluðust með um 5 km/klst hraða í erfiðu færi, jafnvel með þunga sleða í eftirdragi. Þeir voru ómiss- andi dráttarjálkar á þessum árum. Flugvélin fór af jökli um kvöldið. Skilyrði til flug- taks voru hagstæð en vélin var komin langt niður eftir aflíðandi brekku þegar hún loks hófst á loft. Ljóst var að við yrðum að leita annarra leiða til að koma bor- kjörnunum af jökli. Strax eftir borun voru kjarnarnir settir í sérframleiddar frauðplastplötur með hólklaga götum fyrir kjarnana, og því ætti að vera mögulegt að flytja þá landleiðina í bæinn ef hægt væri að fá frysti- bíl að jökuljaðrinum. Einhver sjálfboðaliðanna vissi að Mjólkursamsalan dreifði ís af öllum gerðum um land allt með stórum flutningabíl með frystigeymslu. Var nú haft samband við fyrirtækið og spurt hvort það gæti flutt fyrir okkur ískjarna í bæinn þegar frystibíll- inn kæmi úr slíkri ferð. Ekkert var sjálfsagðara og 1. júlí fóru 280 metrar af ískjarna í bæinn. En áfram með frásögnina af boruninni. Mánudag- inn 12. júní komst borinn í gang að nýju. Strax daginn eftir leit út fyrir að nýi mótorinn yrði enn skammlífari en sá fyrri. Eftir nokkrar borlotur fór rafmótorinn allt í einu að erfiða og draga mikinn straum. Borinn var strax dreginn upp og tekinn sundur. Kom þá í ljós að mjög þrengdi að burðarlegu. Járnið hafði blánað þar og dálítið járnsvarf sást við leguna. Við þetta var gert með þjöl og borinn settur saman að nýju og gekk hann þá eðlilega. Tíu dögum síðar urðum við enn á ný fyrir alvarleg- um erfiðleikum. Neðri mótorfesting gaf sig og mótor- inn hékk á aðeins einum bolta. Senda þurfti mótorinn í bæinn til viðgerðar, en borun hófst að nýju fimm dög- um síðar. Eftir því sem við náðum dýpra í jökulinn urðu ískjarnarnir æ styttri. Skýringa á þessu var stöðugt leitað. Bormenn athuguðu hvaða gerð borhnífa - en við höfðum þrjár gerðir - skilaði bestum árangri. Á þeim reyndist vera nokkur munur. Síðan var tekið til að breyta hnífunum á ýmsa vegu; breidd skurðflat- ar, skurðhorni o. fl. Einnig voru nýir hnífar smíðað- ir. Þetta skilaði nokkrum árangri, en ekki nógum. Auk þessa þurfti iðulega að skerpa hnífana, skipta um hníf sem kvarnast hafði úr og eitt sinn losnaði hnífur og sat eftir í borholunni. Aðdáunarvert var hversu lagnir og hugmyndaríkir bormennirnir voru við þessa vinnu þar sem verkfæravalið var fátæklegt. En smám saman varð vísbending æ ljósari sem virtist geta skýrt hvers vegna hnífarnir náðu ekki að skera ísinn nema takmarkaðan tíma. Vatn var í holunni og stóð yfirborð þess á um 30 metra dýpi. Þetta hafði ég líka séð í holunni sem við boruðum með bræðslu- bor í Bárðarbungu 1969. Svo var sem vatn hefði frosið við hnífana, á þeim virtist liggja þunnt íslag svo eggin missti eftir nokkurn tíma snertingu við holubotninn. En hvernig gat þetta íslag myndast á hnífunum, hvað- an kom kælingin? Varmafræðilega virtist þetta í fyrstu torskilið. Eftir nokkrar umræður fannst líkleg skýring. Þegar eggjárni er þrýst á ís, bráðnar ísinn við eggina vegna mikils staðbundins þrýstings. Við þetta kóln- ar eggin. Þegar hnífarnir skáru ísinn hlutu þeir því að kólna og við þetta gat þunnt íslag sest á þá. Þennan vanda mátti hugsanlega leysa ef mögulegt væri að koma frostlegi niður í botn holunnar. Vatnið mundi þá ekki frjósa þótt hiti hnífanna lækkaði ör- lítið. Var nú dálítið af frostlegi sett í plastpoka, sem síðan var bundinn við borinn og látinn hanga niður úr honum. Bornum var nú sökkt í holuna og mótorinn ræstur. Við þetta hlaut plastpokinn að rifna og frost- lögurinn að flæða út. Það var sem við manninn mælt, þegar mótorinn var settur í gang skar borinn sig létti- lega niður nærri heilan metra, en hægði þá á sér og stöðvaðist nærri að fullu að lokum. Sennilega hafði borinn þá hrært svo rösklega í vatninu að remma frost- JÖKULL No. 50 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.