Jökull


Jökull - 01.01.2001, Page 125

Jökull - 01.01.2001, Page 125
Rolla óbreyttrar jöklameyjar 1963-1964 þar sem gætti sprunguáhrifa norður fyrir Pálsfjall. Við tjölduðum og biðum bjartara veðurs eft- ir að hafa náð bílnum upp. Og brátt fundum við með siglingafræðilegum útreikningum Carls tveggja vikna gamla slóð Gusa Guðmundar Jónassonar austan við okkur og rákum upp siguróp. Upp frá þessu mundum við hafa kannaða slóð norður í Kverkfjöllin, tilbaka í skálann á Grímsfjalli og svo niður Tungnaárjökul. En ekki er ein báran stök. Varla hafði fagnaðaróp okk- ar dáið út er Kraki stundi og hætti að láta að stjórn. Könnun leiddi í ljós að tannhjól í drifinu voru brotin. En drif var næstum einasti varahluturinn sem ekki var með, enda þungt stykki að dragast með. En nú kom sér vel að Geiri Geirs var alltaf viðlátinn í talstöðinni og svo snar í snúningum að eftir klukkutíma var búið að taka til nýtt drif í Reykjavík og tryggja flugvél ann- ars hjálpsams manns, Björns Pálssonar flugmanns, til að varpa því niður þegar veður leyfði, þó litlar vonir væru um að þokunni létti. Öllum til undrunar skriðum við þó úr tjöldum í glampandi sólskini og um miðj- an dag var Vorið búið að finna okkur undir leiðsögn Guðmundar Jónassonar. Drifið grófst í snjóinn nokk- urn spöl frá okkur, en við lögðumst á eitt að draga það á skíðum að Kraka, þar sem bílamenn okkar Gunnar og Ómar voru ekki lengi að koma því á sinn stað. Eins gott að ekki voru þarna sóðar á ferð sem skilja eftir sig brotið drif. Á Grímsfjalli var nú komið ofsarok, 11-12 vindstig sem karlmennirnir mörkuðu af því að kvenfólki var varla stætt milli bíls og skála og hurðin á Kraka fauk upp og brotnaði í henni rúða. En svona veður er fagurt þegar setið er í snjóbíl á fleygiferð nið- ur eftir slóð. Ísnálarnar þyrlast upp og fljúga glitrandi fram hjá og skýin tætast í rósroða og mynduðu Beet- hoven með hárið í allar áttir, tvo dreka að leggja til atlögu, Aladdín svífandi á teppinu o.s.frv. Við þetta vorum við einmitt að skemmta okkur um nóttina þeg- ar hnykkur kom á Kraka. Snjóbíllinn hallaðist svo að við þrjú í aftursætinu lágum í bendu út í hliðinni og horfðum beint út eftir snjóbreiðunni um þann gluggann sem við höfum olt- ið að. Erum við í sprungu? sögðu menn furðu losn- ir. Já, ekki bar á öðru, við vorum í sprungu 4 km frá jökulröndinni í troðinni slóð eftir marga snjóbíla frá því fyrir hálfum mánuði og á rennisléttu gamal- kunnu svæði. Í þetta sinn höfðum við lent langsum í sprungu, sem leyndist þarna á löngum kafla und- ir öðru beltisfari allra þessara snjóbíla með hörðum ísveggjum svo langt sem sást niður án þess að vott- aði fyrir missmíði ofan á. Þarna sat Kraki hangandi í sprungu á beltinu öðru megin og upp að gluggum hinum megin. Við þorðum ekki að hreyfa okkur en gáfum Gunnar varlega út í taug til að kanna með járn- karli hvernig sprungan lægi og hvar mætti stíga niður. Allt í einu hvarf járnkarlinn út hendi hans gegn um hjarnið. Kom í ljós að sprungan sveigði aðeins fram- an við bílinn, rétt svo að hægt yrði að ná lausa beltinu upp á brúnina. Þegar Gunnar hafði markað hvar við mættum stíga var okkur hinum hleypt út. Nú kom í ljós hvers okkar menn voru megnugir með lagni, fyrir- hyggju og góðum græjum. Þá sáum við að hinum for- sjála Gunnari hafði ekki verið rótt að vera svona ein- bíla. Með í ferðinni var krafttalía sem margfaldar átak manns upp í hálft annað tonn, trissur sem sexfalda og tvöfalda átak og fleiri þessháttar tæki. Brotna drifið kom sér nú vel. Það var grafið niður það langt fram- an við bílinn að viðspyrna fengist í ísnum á milli og stálvír tengdur þaðan í bílinn. Gunnar Guðmundsson beitti krafttalínunni miklu í 11/2 tonns átak. Carl Ei- ríksson var við tjakk einn mikinn sem komið var fyr- ir með furðulegum hætti í sprunguveggnum aftan við Kraka og Ómar Hafliðason togaði í á hlið með sýndar- hjálp hinna kraftminni í leiðangrinum, sem staðsettar voru af nákvæmni og hlýddu með margfölduðu átaki á réttri stundu. Eftir því sem snjóbíllinn réttist var tómu bensíntunnunum komið fyrir milli hans og ísveggs- ins. Loks tókst að ná tyllu fyrir lausa beltið á skörinni og aka upp á fastan ís. Þetta hafði aðeins tekið fjór- ar klukkustundir. Engum datt í hug að fara að kalla eftir hjálparsveitum eða þyrlu eins og nú er gjarnan fyrsta viðbragð. Þegar við litum niður í opna sprung- una á eftir sáum við að hún víkkaði dimm niður í jök- ulinn svo langt sem augað eygði. Síðan hefi ég haft þá ónotalegu tilfinningu að einhvern tíma geti bíll, hvað þá minni sleðar, horfið í jökul. Þetta hafði verið við- burðarík og skemmtileg ferð og öll komum við aftur - akandi úr hvítri auðninni niður á svartan sandinn, sem alltaf er eins að detta úr mjólkurfötu ofan í skósvertu- dós. Eftir næsta hlaup fórum við vetrarferð í Grímsvötn 1972 og kynntumst hve gjörólíkt þar er um að litast í JÖKULL No. 50 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.