Jökull


Jökull - 01.01.2001, Page 145

Jökull - 01.01.2001, Page 145
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, 2000 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík INNGANGUR Eftir þrjú erilssöm ár með löngum vorferðum og mjög umfangsmiklum verkefnum vegna umbrota síðustu missera, var afráðið að hverfa aftur að hefðbundnu sniði vorferða. Því varð ferðin rúm vika að lengd eins og lengst af fram til 1997. Áformað var að leggja af stað laugardag 10. júní. Í vikunni fyrir ferðina kom í ljós að vegna vorkuldanna var leiðin í Jökulheima enn að töluverðu leiti undir snjó. Á þessum síðustu og verstu tímum má enginn vera að því að vera ofurseldur duttlungum veðurfarsins og þótti erfitt að seinka ferð- inni um viku. Í stað þess var ákveðið að fara einfald- lega í Grímsvötn úr austri, um Skálarfellsjökul. Þó var ákveðið að beita tangarsókn og senda léttan jeppahóp um Jökulheima. Meginhópurinn fór af stað að kvöldi föstudags 9. júní, gisti í Freysnesi og var tilbúinn til jöklaferðar í Jöklaseli eftir hádegi daginn eftir. Farar- tæki voru snjóbíll Landsvirkjunar, jeppar og vélsleðar. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson en mat- arbirgðastjórn var í höndum Sjafnar Sigsteinsdóttur. Tuttugu manna hópur var alla vikuna en um 10 manns voru með yfir Hvítasunnuhelgina. FERÐIN Ferðin vestur jökul var tíðindalítil í ágætu veðri og kom hópurinn á fjallið milli kl. 7 og 8 um kvöld- ið. Daginn eftir, Hvítasunnudag, var haldið í Gríms- vötn og aðstæður kannaðar. Farið var að gígnum frá 1998 og skoðað vatnið vestan hans. Einnig var bor- uð afkomuhola í Grímsvötnum. Að lokum fór hóp- urinn könnunarferð norður í Gjálp. Ágætt veður var um kvöldið og góð stemning en morguninn eftir fór hópurinn sem aðeins var yfir helgin, helgarpakkinn, til byggða, um Jökulheima. Sá hópur bar á húsin í Jök- ulheimum, vann hluta verksins á uppeftirleiðinni og lauk því svo í heimferðinni. Fyrir þá sem eftir voru leið vikan með undrahraða. Auk vinnu við rannsóknir var dittað að skálunum og borið á þá eins og tök voru á. Skipt var um allar dín- ur í skálanum enda skreið fólk slakt og fínt úr koju á morgnana og lofaði nýju dínurnar. Veður var ágætt lengst af en hvassviðri gerði að kvöldi 12. júní. Þó búið væri um allt eftir bestu getu fór svo að samanbundið búntið með gömlu dýnunum tókst á loft, leystist í sundur, dínurnar fuku vestur á jökul og hafa ekki sést síðan. Helst nýjung í þess- ari ferð var gúmmíbátur sem fenginn var að láni hjá Orkustofnun. Bátnum var siglt um lónið sem mynd- ast hefur vestan gígsins frá 1998. Það reyndist 800 m langt meðfram hömrum Grímsfjalls og 500 m breitt. Mesta dýpi mældist um 80 metrar. Að norðan og vest- an var lónið girt 40–60 m háum íshömrum sem öðru hverju hrundi úr. Að sunnan var þverhníptur 300 m hár klettaveggur Grímsfjalls. Það var stórkostleg upp- lifun að sigla um lónið. Var um það talað að löngu hefði verið tímabært að Jöklafélagið efndi til sigling- ar á vötnunum. Hin síðari ár hefur raunar fátt verið um vakir sem nýst gætu til slíks. Fyrir um 40 árum gerði Sigurður Þórarinsson reyndar tilraun til að sigla um vökina sem þá var við Vatnshamar, vestast í vötn- unum. Til siglingarinnar hafði Sigurður aðeins vind- sæng. Verra var að hann afréð að taka með sér ísöxi til halds og trausts. Eins og þeir vita sem reynt hafa, eru vindsængur ekki mjög stöðugar fleytur og erfitt að athafna sig á þeim. Enda fór það svo að Sigurður var ekki fyrr kominn af stað en öxin fór í vindsængina og risti hana á hol. Sængin missti flotið, Sigurður fór í vatnið og svamlaði í land. Lauk þar með fyrstu tilraun til útgerðar á Grímsvötnum. Nú tókst betur til enda JÖKULL No. 50 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.