Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 48

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 48
46 BREIÐFIRÐINGUR Ótti mikill greip drengina, sem von var. Þó höfðu þeir rænu á að segja frá þessu víðs vegar um plássið. Nú var undinn bráður bugur að því, að vinna dýrið. Til foringja voru kvaddir rosknir menn og ráðnir. Fremstan má telja Kodda, kallaður Stóri Koddi, til að- greiningar frá syni hans, Litla Kodda, sem líka var í her- för þessari. Heimili þeirra hét í Koju. Koddi var jötunn að vexti og afli. Lengi hafði hann sjó stundað og margan brattan brekann séð. Aræði né hug hafði hann aldrei brostið. Annar var Andrés kallaður blöndukútur. Heimilið var og kallað í Kútnum. Oft þurfti Andrés að mynnast við kútinn, ef hann mæddist við árina í sjóferðum. Líka þótti honum gott að drepa á kútnum, þó að í landi væri og á honum væri önnur blanda. Af öllu þessu var kúturinn orð- inn honum svo handleikinn, að hann gat haft hann fyrir skjöld. í viðurkenningarskyni hafði hann fengið auknefnið. Á ungum aldri hafði Andrés verið í víking ásamt Sigurði skáldi Breiðfjörð með Daníel nokkrum „Hvalara“. Hafði þá Breiðfjörð ort drápu um svaðilför eina mikla. Nú var hann hniginn að árum og fyrir löngu seztur um kyrrt. Ekki nennti hann þó að skorast undan herferð þessari, þar sem heiður og líf þorpsbúa var í veði. Þriðji í röðinni var Stefán snjalli. Hann unni meir snilli en stórvirki í starfi. Heimili hans var kallað í Snjáldri. Enn má nefna Lalla lurk. Auknefnið hafði hann fengið af göngustaf, sem hann hafði smíðað sér. Og svo af eigin vaxtarlagi. Buðlungur var bær hans nefndur. Þó hélt hann sig meira í húsum annarra en heima að sínu. Var konum þá «tundum hætt til að hnjóta um lurkinn. Þótti bændum hann því hvimleiður í húsum sínum. Gvendur bölvað bein var og einn þessara herforingja. Einhvern tímann, þegar hann var í flyðrulegu, sem honum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.