Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 48

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 48
46 BREIÐFIRÐINGUR Ótti mikill greip drengina, sem von var. Þó höfðu þeir rænu á að segja frá þessu víðs vegar um plássið. Nú var undinn bráður bugur að því, að vinna dýrið. Til foringja voru kvaddir rosknir menn og ráðnir. Fremstan má telja Kodda, kallaður Stóri Koddi, til að- greiningar frá syni hans, Litla Kodda, sem líka var í her- för þessari. Heimili þeirra hét í Koju. Koddi var jötunn að vexti og afli. Lengi hafði hann sjó stundað og margan brattan brekann séð. Aræði né hug hafði hann aldrei brostið. Annar var Andrés kallaður blöndukútur. Heimilið var og kallað í Kútnum. Oft þurfti Andrés að mynnast við kútinn, ef hann mæddist við árina í sjóferðum. Líka þótti honum gott að drepa á kútnum, þó að í landi væri og á honum væri önnur blanda. Af öllu þessu var kúturinn orð- inn honum svo handleikinn, að hann gat haft hann fyrir skjöld. í viðurkenningarskyni hafði hann fengið auknefnið. Á ungum aldri hafði Andrés verið í víking ásamt Sigurði skáldi Breiðfjörð með Daníel nokkrum „Hvalara“. Hafði þá Breiðfjörð ort drápu um svaðilför eina mikla. Nú var hann hniginn að árum og fyrir löngu seztur um kyrrt. Ekki nennti hann þó að skorast undan herferð þessari, þar sem heiður og líf þorpsbúa var í veði. Þriðji í röðinni var Stefán snjalli. Hann unni meir snilli en stórvirki í starfi. Heimili hans var kallað í Snjáldri. Enn má nefna Lalla lurk. Auknefnið hafði hann fengið af göngustaf, sem hann hafði smíðað sér. Og svo af eigin vaxtarlagi. Buðlungur var bær hans nefndur. Þó hélt hann sig meira í húsum annarra en heima að sínu. Var konum þá «tundum hætt til að hnjóta um lurkinn. Þótti bændum hann því hvimleiður í húsum sínum. Gvendur bölvað bein var og einn þessara herforingja. Einhvern tímann, þegar hann var í flyðrulegu, sem honum

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.