Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 24
F r í ð a Í s b e r g 24 TMM 2018 · 2 alla (nema ég drekki 5 l af kaffi á dag)), knippi af bönunum, Homeblest og smokka. Þá skellti ég upp úr. Ef e.t.v. hlegið hálf taugaveiklað þarna ein í eldhúsinu með smokkapakka í annarri hendinni, eftir á að hyggja. Undirmeðvitundin þráir greinilega að einhver sveitakarl úr þessum 140 manna firði rati inn fyrir dyrnar. Núna verður mér hugsað til þín og Hróarskeldu sumarið ’97. Þegar þú komst soldið grobbinn út úr sjoppu með tuttugu stykkja smokkapakka. Síðan leið vikan og ekkert gekk og á sunnudeginum kom ég að þér gaddfreðnum fyrir utan tjaldið, búinn að blása upp alla smokkana og binda hnúta fyrir, sönglandi Where it’s at með Beck. Langt síðan ég hef notað þetta orð, gaddfreðinn. Líka langt síðan ég hef hlustað á Beck. Ég fékk mér vatnsglas og færði mig niður ganginn, settist við tölvuna og bjóst til þess að toga kvíðann upp úr holinu, skyrpa honum út í orðum, en þegar ég var komin hingað í stólinn hafði ég ekkert að segja. Ég leit yfir rýmið. Hinum megin heyrðist mér dropa úr vaskinum en annars var allt kyrrt og þögult. Hljóp ég yfir? Varla. Og þó. Ég elti sjálfa mig upp úr stólnum, í átt að eldhúsinu. Reyndi að ein- beita mér að skrefunum, hlusta á gólffjalirnar. Það brakaði aðeins í þeim. Ekkert sem ætti að berast niður sem skarkali. Ég var komin yfir þriðjunginn af ganginum þegar ég spratt af stað. Það var ósjálfrátt, náttúrlegt, ég fann fyrir vananum í hlaupinu, fann að ég hafði hlaupið ganginn í hvert sinn síðan ég kom í húsið. Þetta var afturvirk minning, eins og að muna hvar maður geymdi hlutinn eftir að hafa fundið hann. (Verð að hætta því, veit ekki hversu oft ég hef ætlað að vera rosa sniðug og geyma mikilvægt dót, t.d. aukalykilinn að bílnum, á góðum stað en gleymt felustaðnum jafnóðum.) Ég hægði á mér við eldhúsborðið og stökk á kranann til að skrúfa almennilega fyrir. Þar stóð ég með aðra hönd á krananum, augu og eyru uppsperrt, fór að heyra í þögninni, fór að sjá floaters svamla fram og til baka á augasteinunum (var að leita á netinu og fann ekkert íslenskt heiti yfir þetta, nema vera með stjörnur fyrir augunum, sem er fullróman- tískt fyrir þessa tilteknu upplifun). Eftir einhverja stund rétti ég mig við, hélt aftur af stað yfir gólfið, löturhægt nær miðjunni, tá fyrir tá – bíll keyrði niður götuna og ég stoppaði á meðan, horfði á eftir honum frá einum glugga til annars þar til hann hvarf úr augsýn. Ég steig fram og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.