Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 137 atkvæðamikill maður. Allavega náði hún að hefna sín á honum á endanum. Í skáldverkum sínum hefur Stefán Máni iðulega fjallað um hið myrka, hvort sem það er í glæpasögum sem fjalla um undirheima og eiturlyf, eða í hrollvekjukenndari sögum. Í Túrista (2005) eru margvíslegar tilvísanir í hrollvekjur, meðal annars í eina fræg- ustu vampýrusögu allra tíma, Drakúla (1897) eftir Bram Stoker. Skipið (2006) er drekkhlaðið vandræðum og illsku og sjálft skipið minnir mjög á draugaskip enda eru því mörkuð dramatísk örlög. Húsið (2012) og Svarti galdur (2016) einkennast báðar af bræðingi hrollvekju og glæpasögu. Hrollvekjur eru eitt af þemum Skugg- anna, en Kolbrún er mikill aðdáandi hrollvekja. Þó er orðið aðdáandi kannski ekki rétt í þessu samhengi, því hún sækir í að horfa á hryllingsmyndir þó að þær valdi henni ótta og óþægindum. Timmi gerir lítið úr henni fyrir þessa áráttu: „Shit, hvað þetta er heimskulegt. Hver horfir á svona þvælu?“ (38) Seinna, fyrsta kvöldið í tjaldinu, tekur hann upp þráðinn og gerist heimspekilegur. Eftir að hafa viðurkennt að sjálfur hafi hann horft á hrollvekjur og orðið hræddur lýsir hann því hvernig hann hafi fundið leið til að bægja frá sér óttanum, því baráttan er „ekki milli góðs og ills, held- ur milli skynsemi og ótta. Þá er ég ekki að tala um átökin í myndinni, heldur átökin innra með okkur. Ef við notum skynsemina getum við ekki óttast drauga og uppvakninga vegna þess að þeir eru ekki til. Með sömu aðferð er hægt að losna við óttann við svona myndir. Hryllingsmynd er bara mynd, hún er plat, og þess vegna er óskynsam- legt að láta hana hræða sig eða halda fyrir sér vöku, ekki satt?“ (96) Og hann heldur áfram að fabúlera um mátt ímyndunaraflsins og veruleika og blekkingar og kemst að þeirri niður- stöðu að: „Við þjáumst ekki nema við viljum þjást. Það eru engir draugar nema við kjósum svo. Ótti er val, ekki kvöð. Hið illa er hugmynd en ekki föst breyta“ (97). Hér er Stefán Máni að vinna með sjálft form hrollvekjunnar og ræða áhrif hennar og aðdráttarafl. Jafnframt tekur hann fyrir fordóma gagnvart greininni, en Timmi tekur fram að honum finnist „barnalegt að láta svona lágmenningu eins og hryllingsmyndir hræða sig. Unglingum finnst það gaman en full- orðnir ættu að horfa á eitthvað annað“ (96). Hann fordæmir formúluna sem hann lýsir svo: „Í dæmigerðri hryllings- mynd eru átök milli góðs og ills. Draug- ar eru á sveimi eða hættulegur morðingi – blóðsugur, uppvakningar, hvað sem er. Aðalpersónan er venjuleg og góð – hún er fulltrúi áhorfandans, hið illa ræðst á hana úr öllum áttum en hið góða sigrar svo að lokum, ekki satt? […] Eins og í ævintýri“ (96). Það er alveg rétt hjá Tímóteusi að hrollvekjur hafa iðulega verið fordæmd- ar á þeim forsendum að þær séu form- úlubókmenntir og að þessi tiltekna formúla er oft rakin og notuð til að sýna fram á sefjunarmátt afþreyingarmenn- ingar. Fordómarnir ganga út á að eftir að óreiða ræður ríkjum um stund, í formi skrýmslis eða einhverskonar ógnar, þá sigrist hetjan á óvættinni og stöðugleikinn er tryggður. Þannig sé áhorfanda gefið til kynna að allt sé í öruggum höndum. Á þennan hátt hafa undirtónar samfélagsgagnrýni í hroll- vekjum verið afgreiddir sem andvana fæddir. Vissulega eru til hrollvekjur sem fylgja þessari formúlu, en það gera alls ekki allar. Hrollvekjan er skyldari trag- edíunni en kómedíunni að því leyti að hún endar oftar en ekki illa. Hinn mikli fjöldi heimsenda- og uppvakningahroll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.