Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 10
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 10 TMM 2018 · 2 Mér er í mun að setja heiminn saman Það lukkast aðeins stund og stund Ég raða upp í augna minna ljós mörgu sem ég minnist mörgu sem bezt ég hugði samið og sagt Byggi svo brýr og himna Strengi vel þær brýr set stjörnur á þá himna kveiki líf á þeim stjörnum: verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu Stend um hríð hljóður við vegbrúnina minningasafnari grunsmiður skelfinga vonasonur Og á sem snöggvast fáa að (Sæfarinn sofandi, Ritsafn, 604) Einu skiptin sem maður heyrði Þorstein amast við viðtökum var þegar hann lýsti þreytu sinni á þrálátu tali um að hann væri þjóðlegt skáld – til dæmis í samtölum við Eirík Guðmundsson útvarpsmann og rithöfund. Og það er alveg rétt; okkur hætti til þess að einblína á það og gleyma því sem Njörður dregur einmitt fram í grein sinni í Ritsafni Þorsteins, að vísanirnar í þjóðar- arfinn voru hjá Þorsteini alltaf notaðar markvisst til þess að segja okkur eitthvað um nútímann en voru ekki einskært þjóðminjasafn gert úr orðum. Þjóðararfurinn – gamlar sögur og skáldskapur – var einfaldlega hluti af farangri þess persónuleika sem við hittum fyrir í ljóðunum, og gaf ljóðunum bæði tilfinningu um reynslu og visku og endurnýjaði erindi gamalla texta við okkur um leið og þessar vísanir brugðu stundum óvæntu ljósi á atburði og umhverfi okkar daga. Brúarsmíði. Heilun. Sjálfur blygðast ég mín fyrir að skrifa í umsögn í Þjóðviljanum um Urðar- galdur frá 1987 að í ljóðheimi Þorsteins frá Hamri væri enn ekki búið að finna upp rafmagnið. Það var náttúrlega alrangt og ósanngjarnt. Ætli megi orða það frekar svo, að í þessum ljóðheimi fari ekki mikið fyrir suði og raftækja- pípi nútímans; þar er útvarpið ekki í gangi allan daginn með sinni síbylju og ærustu eða ljósin kveikt allan sólarhringinn: hvernig eigum við að nema urðargaldurinn með öðru móti? Skáldskapur Þorsteins vex úr þögninni og kemur úr menningu þar sem kennt er að maður skuli mæla þarft eða þegja. Hitt er verra hvernig mér tókst að skrifa heila umsögn um bókina án þess að fjalla sérstaklega um þetta ljóð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.