Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 105
TMM 2018 · 2 105
S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ?
læg og skýrt tekið fram að listhneigð hafi verið honum í blóð borin. Aldar-
farið hafi hins vegar reynt að innræta drengnum viðmið sín, hörkuna, til-
finningaleysið og undanbragðalausa baráttu fyrir lifibrauðinu, og í samræmi
við það hafi fullorðna fólkið ósjálfrátt reynt að uppræta sköpunarhvöt hans:
Hann fær stranga áminningu. En þegar það kemur að engu liði, þegar hugur og
hönd leita aftur og aftur til þess sama, þá er hann hýddur, og kubbarnir, sem hann
krotaði á bókstafina, teknir og settir á eldinn […]. Hann er neyddur til þess að horfa
á tortíminguna […]. [V]erk hans orðin að ösku. Hann er sjálfur breyttur og lífið og
mennirnir eru líka breytt; í fari mannanna er eitthvað, sem hann hefir fulla ástæðu
til að vara sig á og óttast.12
Gengið er út frá því að þekkingarþrá sé honum náttúruleg en þjóðfélagið
hafi reynt að temja það eðli hans og koma honum í skilning um að hún sé
einskis verð. Elínborg skautar heldur létt yfir glæpaferil Sölva og þykja efnin
sem hann er dæmdur fyrir léttvæg og lýsandi fyrir harðneskjulegt umhverfi
fortíðar. Hjá henni er hann sannur listamaður, alkemisti sem skapar hið
æðsta úr engu. En fólkið skilur ekki hve mikilsverðir hæfileikarnir eru, sér
ekki hvílík meistarastykki það eru sem hann mótar og leggur sig fram við að
eyða því eina sem hefur raunverulegt gildi í veröldinni, listinni: „[Listin] er
ofurseld í hendur þeim, sem ekki þekkja gull frá grjóti.“13
Meðferð Elínborgar á persónu Sölva í Soloni Sokratesi, og almennt í
Förumönnum, fer saman við áhuga sem skáld og rithöfundar á fyrri hluta
aldarinnar sýndu einstæðingum sem fóru eigin leiðir í lífinu og víðar er
unnt að sjá dæmi um, svo sem í ljóðum Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal
(1887–1933). Má þar greina útleggingu á hugmyndinni um „hinn misskilda
snilling“, sem mótuð var í kringum kenningar þýska heimspekingsins Fried-
richs Nietzsches (1844–1900) um ofurmennið, en um aldamótin var hún
fyrirferðarmikil í þeirri nýrómantísku bylgju sem þá einkenndi norrænan
skáldskap, eins og Guðni Elísson bókmenntafræðingur hefur fjallað um. Hin
nýrómantíska skáldímynd fólst í andhetjunni, snillingnum sem reis upp gegn
oki hinnar stöðnuðu hefðar, sleit sig frá fávísum meirihlutanum sem stóð
honum langt að baki að vitsmunum og hæfileikum, fór einförum og lét sig
dreyma um nýja og bætta tilveru.14
Í bók Elínborgar er þetta sú ásýnd sem dregin er upp af Sölva og hún fléttuð
saman við ríkjandi söguskoðun upp úr aldamótunum 1900 þess efnis að á
síðastliðnum öldum hefði íslenskt samfélag einkennst af stöðnun og þjóðin
verið undirokuð og bæld, einkum fyrir tilstilli erlends valds. Hér hafi ríkt
langt samfellt niðurlægingarskeið sem ekki hafi séð fyrir endann á fyrr en
með stjórnarskránni 1874 þegar landsmenn fengu vísi að auknu sjálfsfor-
ræði.15 Í slíku ástandi hafi enginn díonýsískur sköpunarþróttur, eins og Sölvi
hafi verið uppfullur af, rúmast heldur hafi hin apolloníska kyrrstaða gegn-
sýrt allt og allri listhneigð afdráttarlaust verið hafnað.16 Á ritunartíma Föru-
manna og Sólons Islandusar voru sjónarmið í þessum anda gegnumgangandi