Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 8
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 8 TMM 2018 · 2 Og þannig mætti lengi telja. Það væri líka hægt að lesa bækur hans í tíma- röð og greina þar með vissum vilja hæga og krókótta landafræðilega þróun í ljóðagerð hans, þar sem jafnan er þó stigið fram og til baka og horft hingað og þangað um víðan völl. Með mikilli einföldun má segja að í fyrstu tveimur bókum hans birtist okkur sveitin, til dæmis svona: Ég og faðir minn ókum viðum af skógi eftir þúsund ára troðningum í haustkuli og hrími; það var þá sem ég sá goðheim í haustrauðu kjarrinu – um þær mundir vígðist ég til heiðinnar trúar um þær mundir var ég barn. Sumarið kom – í túnfætinum spruttu baldursbráin og hamingjan; ég stálpaðist og tróð á báðum. („Heiðni“, Tannfé handa nýjum heimi, Ritsafn, 32) Í þriðju bók Þorsteins, Lifandi manna landi, 1962, verður hins vegar borgin meira áberandi, til dæmis bara í upphafsljóðinu sem hefst á þessum línum: „Gatan á viðsjárverðum tímum: / í morgun streymdu þúsundir bifreiða hjá / ryðbrunnum staurum …“ Þetta vefst svo auðvitað saman við sveitina með margvíslegum hætti og í næstu bók, Langnætti á Kaldadal frá 1964, er horft á ný til Borgarfjarðar, auk þess sem þar er ort um skáld og samferða- menn, Ara Jósefsson („Ari“) og Stein Steinar („Bíðið meðan hann syngur“) í snilldarlegum ljóðum. Í fjórðu bókinni, Jórvík frá 1967, bætist svo við sjálfur heimurinn, með stríðum sínum og ógn – og kröfu um afstöðu skálda, samanber hið fræga titilljóð bókarinnar þar sem skáldið segir sér og sínum kæru kollegum til syndanna fyrir dáðleysi og vanmátt við brýnasta verkefni allra skálda, sem er að bjarga heiminum. Í Fiðrið úr sæng Daladrottningar frá 1977 kemur svo til sögunnar maðurinn – sem hlutskipti, ástand, félagsvera og einstaklingsvitund, nýr og heimspekilegri tónn er kominn í ljóðin sem kenna má við tilvistarstefnuna, auk þess sem þar er ort um landið og náttúru þess. Með bókinni Spjótalög á spegil – þeirri mögnuðu bók frá 1982 – tekur skáldið að kanna innra líf, tilfinningar og eigin hugarheim. Og þannig má halda áfram: þetta er hægfara þróun hjá skáldi sem alltaf er auðþekkjanlegur af rödd sinni og tungutaki sem er nánast fullmótað í fyrstu bók. Við getum líka með réttu fjallað um hið þjóðfélagslega skáld sem aldrei skirrðist við að horfast í augu við ógnir og jafnvel leiðindi samtímans og orti um hræringar hans hverju sinni – og tók alltaf svari mildrar mannúðarstefnu en hafði andstyggð á hernaði, kúgun og rangsleitni. Þetta rekur Njörður P. Njarðvík meðal annars í grein sinni í Ritsafni Þorsteins frá 1998, sýnir hvernig skáldið notar iðulega myndhverfingar „sem tengja saman ytri veröld og innra líf“ eins og Njörður orðar það (Ritsafn bls. xl) en ekki síður vísanir til að búa til frumlegar og eftirminnilegar myndir af atburðum samtímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.