Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 66
S n o r r i Pá l l 66 TMM 2018 · 2 um hollensku landnemana, í rúmlega tíu mínúta göngufjarlægð frá Ground Zero og minnismerkinu um 11. september. „Þetta er svakalegur stafli af líkum,“ sagði Churchill.15 Til að byrja með flaug grein Churchills ekki hátt – átti sér einfaldlega kyrrlátan og lítt sóttan stað á lendum veraldarvefsins. En „svo hefnist þeim, sem yrkja og hugsa,“ líkt og fólkið segir í ljóði Kristjáns frá Djúpalæk16. Í ársbyrjun 2005 varð greinin á vegi starfsmanns ACTA-samtakanna, sem stofnuð voru af Lynne Cheney, eiginkonu Dick Cheney, varaforseta Banda- ríkjanna í tíð George Bush yngri og varnarmálaráðherra í stjórn þess eldri og hafa það að yfirlýstu markmiði að „standa vörð um frjáls hugmynda- skipti“ í bandarískum háskólum.17 Í kjölfarið settu þau á fót ófrægingarher- ferð gegn „tákngervingi ofstækis innan akademíunnar“, eins og þau kölluðu Churchill.18 Herferðin hlóð samstundis utan á sig og Churchill varð dagleg fjölmiðlatugga – yfirleitt ekki í eigin persónu, heldur sem nafn og andlit: holdtekja illskunnar – ekki síst í þætti Bill O‘Reilly, þáttastjórnanda á Fox News, sem krafðist þess að réttað yrði yfir honum fyrir föðurlandssvik og uppreisnaráróður. Ríkisstjóri Colorado hvatti opinberlega til afsagnar hans á þeim forsendum að viðhorf hans væru „ekki aðeins and-bandarísk“, heldur í þokkabót „á skjön við grundvallarvelsæmi og fjandsamleg skoðunum og framferði siðmenntaðs fólks um veröld alla.“19 Undir þessari pressu setti vinnuveitandi Churchills loks af stað „ítarlega rannsókn á skrifum, ræðum, hljóðupptökum og öðrum verkum“ hans, sem lauk tveimur árum síðar með brottrekstri, ekki sökum ummælanna – átyllu rannsóknarinnar – heldur meintra brota á akademískum vinnubrögðum. Ófáir settu þó spurningar- merki við úrskurðinn, þeirra á meðal lögmaðurinn Martin Garbus sem vildi meina að fyrst og fremst væri verið að refsa Churchill fyrir tjáningu sína20 – skoðun sem undirbyggð var af þeim sem að ófrægingarherferðinni stóðu: háskólinn getur vissulega ekki rekið þá „án tilefnis“, sagði O‘Reilly um Churchill og aðra „hættulega prófessora“ en „það er hægt að finna leið til að losna við þessa náunga.“21 Almennt voru álitsgjafar þó ekki ósammála Churchill um merkingu skot- markanna – táknfræðilega jafnt sem bókstaflega – sem þeir skáru úr um nær samstundis og Boeing-þota American Airlines braut sér leið inn fyrir gler- og járnvirki norðurturnsins. Fimmhyrnda byggingin í Washington er „hjarta Bandaríkjahers“22 og „miðdepill“ hans23; tvíburaturnarnir aftur á móti „tákn efnahagslegs máttar Bandaríkjanna“ og „vémynd kapítalismans“,24 eða „hið sanna hjarta heimskapítalismans“, eins og viðskiptablaðamaður nokkur komst að orði og dró í kjölfarið þá ályktun að ekki væri um handahófs- kenndar árásir ómenntaðra vígamanna að ræða: „þeir höfðu lesið sinn Wall Street Journal.“25 Sömu staðháttartáknlýsingu – „hjarta kapítalismans í heim inum“ – hafði DV eftir Guðmundi Franklín Jónssyni, þá verðbréfasala á Manhattan, sem beindi athygli lesenda aukinheldur að samhljómi dagsetn- ingarinnar og símanúmers bandarísku neyðarlínunnar: 9/11.26 Áhyggjufullir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.