Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 66
S n o r r i Pá l l
66 TMM 2018 · 2
um hollensku landnemana, í rúmlega tíu mínúta göngufjarlægð frá Ground
Zero og minnismerkinu um 11. september. „Þetta er svakalegur stafli af
líkum,“ sagði Churchill.15
Til að byrja með flaug grein Churchills ekki hátt – átti sér einfaldlega
kyrrlátan og lítt sóttan stað á lendum veraldarvefsins. En „svo hefnist þeim,
sem yrkja og hugsa,“ líkt og fólkið segir í ljóði Kristjáns frá Djúpalæk16. Í
ársbyrjun 2005 varð greinin á vegi starfsmanns ACTA-samtakanna, sem
stofnuð voru af Lynne Cheney, eiginkonu Dick Cheney, varaforseta Banda-
ríkjanna í tíð George Bush yngri og varnarmálaráðherra í stjórn þess eldri
og hafa það að yfirlýstu markmiði að „standa vörð um frjáls hugmynda-
skipti“ í bandarískum háskólum.17 Í kjölfarið settu þau á fót ófrægingarher-
ferð gegn „tákngervingi ofstækis innan akademíunnar“, eins og þau kölluðu
Churchill.18 Herferðin hlóð samstundis utan á sig og Churchill varð dagleg
fjölmiðlatugga – yfirleitt ekki í eigin persónu, heldur sem nafn og andlit:
holdtekja illskunnar – ekki síst í þætti Bill O‘Reilly, þáttastjórnanda á Fox
News, sem krafðist þess að réttað yrði yfir honum fyrir föðurlandssvik og
uppreisnaráróður. Ríkisstjóri Colorado hvatti opinberlega til afsagnar hans
á þeim forsendum að viðhorf hans væru „ekki aðeins and-bandarísk“, heldur
í þokkabót „á skjön við grundvallarvelsæmi og fjandsamleg skoðunum og
framferði siðmenntaðs fólks um veröld alla.“19 Undir þessari pressu setti
vinnuveitandi Churchills loks af stað „ítarlega rannsókn á skrifum, ræðum,
hljóðupptökum og öðrum verkum“ hans, sem lauk tveimur árum síðar með
brottrekstri, ekki sökum ummælanna – átyllu rannsóknarinnar – heldur
meintra brota á akademískum vinnubrögðum. Ófáir settu þó spurningar-
merki við úrskurðinn, þeirra á meðal lögmaðurinn Martin Garbus sem
vildi meina að fyrst og fremst væri verið að refsa Churchill fyrir tjáningu
sína20 – skoðun sem undirbyggð var af þeim sem að ófrægingarherferðinni
stóðu: háskólinn getur vissulega ekki rekið þá „án tilefnis“, sagði O‘Reilly um
Churchill og aðra „hættulega prófessora“ en „það er hægt að finna leið til að
losna við þessa náunga.“21
Almennt voru álitsgjafar þó ekki ósammála Churchill um merkingu skot-
markanna – táknfræðilega jafnt sem bókstaflega – sem þeir skáru úr um nær
samstundis og Boeing-þota American Airlines braut sér leið inn fyrir gler- og
járnvirki norðurturnsins. Fimmhyrnda byggingin í Washington er „hjarta
Bandaríkjahers“22 og „miðdepill“ hans23; tvíburaturnarnir aftur á móti „tákn
efnahagslegs máttar Bandaríkjanna“ og „vémynd kapítalismans“,24 eða „hið
sanna hjarta heimskapítalismans“, eins og viðskiptablaðamaður nokkur
komst að orði og dró í kjölfarið þá ályktun að ekki væri um handahófs-
kenndar árásir ómenntaðra vígamanna að ræða: „þeir höfðu lesið sinn Wall
Street Journal.“25 Sömu staðháttartáknlýsingu – „hjarta kapítalismans í
heim inum“ – hafði DV eftir Guðmundi Franklín Jónssyni, þá verðbréfasala
á Manhattan, sem beindi athygli lesenda aukinheldur að samhljómi dagsetn-
ingarinnar og símanúmers bandarísku neyðarlínunnar: 9/11.26 Áhyggjufullir